Miðflokkurinn hefur vakið mikla athygli fyrir myndbönd sem flokkurinn hefur birt í tengslum við borgarstjórnarkosningarnar næstu helgi. Í nýjasta myndbandinu fáum við að fylgjast með Vigdísi Hauksdóttur, borgarstjóraefni flokksins, fara í fallhlífastökk.
Í lok myndbandins spyr Vigdís hvort fallhlífastökk verði mögulega eina leiðin til að lenda í Reykjavík fari svo að Reykjavíkurflugvöllur verði færður út fyrir borgina. Eitt af þeirra helstu baráttumálum er að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Miðflokkurinn hefur verið að mælast með um átta prósenta fylgi í skoðanakönnunum undanfarið.
https://www.facebook.com/MidflokkurinniReykjavik/videos/174417876725497/