fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Leiðsögumaður ákærður fyrir að sparka í andlit manns og brjóta tennur í öðrum í miðbænum

Hjálmar Friðriksson
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 11:28

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Denis Shramko, sjálfstætt starfandi leiðsögumaður samkvæmt Instagram-aðgangi hans, hefur verið ákærður fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir. Önnur flokkast sem stórfelld meðan hin flokkast sem sérstaklega hættuleg. Bæði meint brot áttu sér stað í miðbæ Reykjavíkur veturinn 2016.

Fyrri líkamsárásin átti sér stað á skemmtistaðnum D-10 við Hafnarstræti þann 24. janúar 2016. Þar er Denis sakaður um að hafa ráðist á karlmann með því að slá hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut tannbrot úr sex tönnum, skurð undir neðra augnloki hægramegin, glóðarauga vinstra megin, brot í botni vinstri augntóftar og áverka í augnbotni vinstra auga þar sem ystu lög sjónhimnu rofnuðu svo að af hlutust varanlegar sjóntruflanir.

Hin meinta árás Dennis átti sér stað ríflega mánuði síðar, þann 5. mars á Ingólfstorgi. Hann er sakaður um að hafa þá ráðist á karlmann með því að slá hann með krepptum hnefa í andlitið, með þeim afleiðingum að maðurinn féIl í jörðina. Því næst er Dennis sakaður um að hafa sparkað nokkrum sinnum í andlit hans og traðkað nokkrum sinnum á höfði hans. Afleiðing þessa var að maðurinn hlaut um það bil þriggja sentímetra langan skurð á neðri vör sem náði í gegn, skurð neðan við hægra auga, mikla bólgu og mar á vinstri kinn og yfir vinstra auga og brotið nefbein.

Denis er mjög virkur á Instagram og má þar sjá að hann ferðast víða um landið sem leiðsögumaður. Hann deildi myndinni hér fyrir neðan þann 5. febrúar árið 2016. Ríflega viku eftir að hann er sakaður um að ráðist á mann á D-10 og valdið varanlegum sjóntruflunum.

Fancy friday #soberissexy #apotek

A post shared by Denis Shramko (@belikedenis) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri