fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Alda og Sæborg segja karlmenn eiga skilið að deyja: „Lítum frekar á þá eins og kakkalakka“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum prófað þetta feðraveldisdæmi núna ógeðslega lengi. Getum við núna kannski bara prófað eitthvað annað? Því þetta feðraveldi er ekki að virka.”

Svo mælir Alda Villiljós í hlaðvarpinu Hvað er svona merkilegt við það? en þættinum stýrir Alda með Sæborgu Ninju. Alda Villiljós er athafnakona, ljósmyndari, listamaður, bakari og gengur undir persónufornafninu hán. Alda er enn fremur formaður Trans Íslands. Bæði Alda og Sæborg héldu á dögunum erindi fyrir fullum sal Pírata á viðburði á vegum femínistafélags flokksins.

Uppfært: Sæborg Ninja Guðmundsdóttir og Alda Villiljós fullyrða að öll ummæli sem féllu í hlaðvarpsþættinum Hvað er svona merkilegt hafi verið kaldhæðni í samtali við Stundina.

Á iTunes-síðu þáttarins er honum lýst sem „feminísku lokabylgjuhlaðvarpi þar sem rædd eru ýmis samfélagsleg vandamál eins og karlmenn”.

Þau segja í þættinum að karlar séu heilt yfir slæmir fyrir samfélagið, að þeir ættu ekki að hafa aðgengi að neinum valdastöðum og geta ekki viðurkennt þegar þeir gera rangan hlut. „Það er þeim ekki í eðli”, segir Sæborg.

Alda tekur fram að þó feðraveldið sé stórt vandamál og forréttindi karla sé „toxic” vandamál, þá er þar með ekki sagt að allir karlmenn lemji konuna sína. „En það eru nógu margir karlmenn sem lemja konuna sína eða beita henni að einhverju leyti ofbeldi til þess að sé að það sé þörf á því að koma með alhæfingar eins og þessar, segir Alda. „Það þarf að vekja athygli á vandamálinu og þegar einhver segir að ekki allir karlmenn séu svona, þá er hann að gera lítið úr vandamálinu”.

Sæborg tekur undir: „Karlar eru sorglegir og ég myndi segja að við ættum að vorkenna þeim en þeir vilja drepa fullt af fólki, þannig að við ættum frekar að líta á þetta eins og kakkalakka eða maura sem fara ofan í baunasalatið þitt og þú hugsar: „Oj, þetta á skilið að deyja”.

„Við hötum karlmenn líklega meira en þú heldur” segir Sæborg við hlustendur. „Þú vanmetur það hatur sem við höfum. Þú heldur kannski að ég vilji skjóta þig í haglabyssu í andlitið, en það er ekki rétt, ég vil binda þig upp í litlu orkuveitunni niðri í Elliðaárdal og láta þig síga ofan í sýrubað, tærnar fyrst, annars deyrðu um leið og sýran fer í heilann þinn. Ó nei, þú ert ekki nógu góður fyrir það”.

Sjá einnig: Sæborg og Aldís segjast hafa verið að grínast.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams

Fjöldamorðinginn í Madgeburg var yfirlýstur andstæðingur Íslams
Fréttir
Í gær

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Í gær

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu

Óánægjualda vegna nafnsins á Pablo Discobar – Jón Bjarni segir merkilegt að vera slaufað í Kólumbíu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag