fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Sema Erla gefur Shout out til Emmsjé Gauta: „Þegar vafasamt stjórnmálafólk eins og Sveinbjörg Birna vill nota tónlistina hans tekur hann það ekki í mál“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. apríl 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi, var í viðtali við DV um helgina og þar kom meðal annars fram að hún hefði haft samband við rapparann Emmsjé Gauta um að fá að nota lag hans Reykjavík er okkar í kosningabaráttunni. Emmsjé Gauti sagði þvert nei og vill ekki tengjast framboðinu á neinn hátt frekar en öðrum framboðum.

Sitt sýnist hverjum um neitun Emmsjé Gauta, en ein af þeim sem styður hans ákvörðun er Sema Erla Serdar, formaður flóttamannahjálparsamtakanna Solaris, en hún hefur barist ötullega fyrir málefnum og réttindum hælisleitenda og flóttafólks á Íslandi.

Í stöðufærslu á Facebook segir Sema:

Shout out til Emmsjè Gauta!
Emmsjé Gauti er fyrirmynd margra barna og ungmenna og við fullorðna fólkið hlustum líka sum hver mikið á tónlistina hans. Mörg ungmenni líta upp til hans og þess sem hann gerir.

Þegar vafasamt stjórnmálafólk eins og Sveinbjörg Birna, sem ítrekað hefur alið á fordómum og andúð í garð minnihlutahópa eins og múslima og fólks á flótta með forkastanlegum málflutningi, vill nota tónlistina hans og verk til þess að vekja athygli á framboði sínu til borgarastjórnar, tekur hann það ekki í mál.

Ég dáist ótrúlega að þeirri ákvörðun Emmsjé og get ekki annað en þakkað honum fyrir að taka svona skýra afstöðu gegn fordómum og öfgum.

Það eru margir sem mættu taka hann til fyrirmyndar, þeirra á meðal þeir sem leggja blessun sína yfir málflutning eins og þann sem Sveinbjörg Birna er þekkt fyrir, meðal annars með því að hýsa viðburði múslimahatara, öfga- og ofbeldismanna sem eru til þess fallnir að ýta undir öfgavæðingu og hatur.

Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að koma í veg fyrir að fordómar, öfgar og hatur festi sig í sessi í samfélaginu okkar. Það gerum við með því að taka afstöðu gegn slíkum samfélagsmeinum sem ýta undir sundrungu og mismunun, á allan mögulegan hátt, alltaf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum