En nú eru bjartari tímar framundan hjá Gylfa, með þak yfir höfuðið, á Selfossi. Náunginn-hjálparsamtök fyrir heimilislausa útveguðu langtímaleiguhúsnæði fyrir hann og segir Margrét Friðriksdóttir, stjórnarformaður Náungans, í stöðufærslu á Facebook að húsnæðið sé tilvalið fyrir hans aðstæður.
Gæludýr eru leyfð, enda kom ekki til greina hjá Gylfa að kisurnar þrjár flyttu ekki með.
Hvetur Margrét heimilislausa og/eða þá sem eru í húsnæðisvandræðum að hafa samband við Náungann og samtökin muni aðstoða eftir bestu getu og ráðleggi einnig einstaklingum varðandi ýmis atriði er tengjast húsaleigu, félagslegt húsnæði og svo framvegis.
Þess má geta að Gylfi er meðstjórnandi í stjórn Náungans.