fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Þorsteinn Theodórsson látinn: Heimildarmyndin Ránsfengur sagði sögu hans

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. apríl 2018 20:20

Þorsteinn og dóttir hans, Theodóra, formaður Bæjarráðs Kópavogs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Theodórsson lést í gær, 79 ára að aldri. Þorsteinn og reynsla hans var umfjöllunarefni íslensku heimildarmyndarinnar Ránsfengur um afleiðingar hrunsins sem frumsýnd var árið 2016. 

Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar Pétur Einarsson tilkynnti frá andláti Þorsteins í umræðum sem fram fóru áður en myndin var frumsýnd í Osló í kvöld. Pétur var forstjóri Straums árin 2011 til 2013 og veitti meðal annars útibúi Glitnis í London forstöðu.

Pétur Einarsson við tökur myndarinnar. Mynd: Lilja Jónsdóttir

Myndin segir frá því hvernig hrun bankanna hefur áhrif á venjulegan Íslending. Þorsteinn missir fyrirtæki sitt og nánast lífið í kjölfar hrunsins 2008 en með hjálp dóttur sinnar fer hann í mál við bankana.

Ránsfengur fjallar um ofvöxt bankakerfisins, fjármálahrunið og vogunarsjóði sem höfðu veðjað á hrunið. Vogunarsjóðir eignuðust nánast allt bankakerfið fyrir 1% af nafnvirði krafnanna og eignuðust þar með stóran hluta Íslands. Inn í söguna fléttast saga Þorsteins og dóttur hans,  Theodóru. Í myndinni segja þau frá sárri reynslu sinni af áföllum, vonleysi og ótta en líka von, þrautseigju og loks sigri.

Saga Þorsteins er átakanleg. Á skömmum tíma missti hann lífsviðurværi sitt í kjölfar hruns fjármálakerfisins. Á sama tíma veiktist kona hans og móðir Theodóru af illvígum sjúkdómi sem dró hana til dauða á örfáum mánuðum. Harkaleg innheimta gjaldeyrislána, sem bankarnir fyrir hrun buðu rekstraraðilum en voru síðar dæmd ólögleg, bættu ekki úr skák og andlegri og líkamlegri heilsu Þorsteins hrakaði hratt.

Vefsíðan Nyjaisland greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingur fannst látinn á Spáni

Íslendingur fannst látinn á Spáni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum