fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

DV í fjórum heimsálfum: Frétt um Nöru Walker sem beit af tungu eiginmanns síns vekur athygli

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 14. apríl 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að DV sé á ferð og flugi um heiminn þessa dagana en frétt blaðsins frá 28. mars síðastliðnum um listakonu að nafni Nara Walker, sem beit af tungu eiginmanns síns, hefur fengið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum. Stórir jafnt sem smáir miðlar í að minnsta kosti fjórum heimsálfum hafa fjallað um málið á fréttasíðum en ljósmynd DV hefur einnig ratað á forsíðu erlends dagblaðs.

Sagði tungubitið hafa verið ósjálfráð viðbrögð

Nara hlaut eins árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 13. mars fyrir líkamsárás og stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi. Málsatvik voru þau að í nóvember árið 2017 veittist hún að eiginmanni sínum og beit tungu hans í sundur. Einnig veittist hún að konu sem var gestur á heimili hjónanna. Nara hyggst áfrýja dómnum og segir að bitið hafi verið ósjálfráð viðbrögð. Jafnframt segist hún hafa verið beitt heimilisofbeldi af hálfu eiginmanns síns um áralangt bil.

DV ræddi við Nöru, sem er fædd árið 1990 og frá Ástralíu, sem sagðist hafa sannanir fyrir máli sínu. Hún flutti til Íslands árið 2016 þegar eiginmanni hennar, sem er franskur, bauðst tímabundið starf. Hún lýsti sinni hlið og sagðist vera í mjög slæmri félagslegri stöðu á Íslandi nú og hafa verið heimilislaus um tíma. „Ég ætlaði aldrei að meiða neinn, þetta voru bara mín viðbrögð. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri hægt að bíta tunguna úr einhverjum.“

Fyrst Ástralía, svo heimurinn

Ástralskir fjölmiðlamenn kveiktu á perunni þegar frétt um samlanda þeirra birtist. Fyrsti ástralski miðillinn til að segja frá var The Courier Mail sem á sér 172 ára sögu og er fjórði mest lesni miðillinn í landinu. Sunshine Daily Coast sem er staðbundið dagblað í Queensland, heimafylki Nöru, birti frétt degi síðar og þar var hún sett á forsíðu. Í báðum tilvikum var vitnað í frétt DV sem heimild. Fleiri ástralskir miðlar birtu fréttina um Nöru, þar á meðal vefmiðlarnir Nine, SBS og The Sydney News.

Síðan fór fréttin á frekara flug. Í Bretlandi fjallaði The Daily Mail um málið en miðillinn er einn sá rótgrónasti í þarlendri fjölmiðlaflóru, með næstmest lesna dagblað og þriðja mest lesna vefinn. Kínverjar fengu einnig að frétta af raunum Nöru og eiginmanns hennar í gegnum miðilinn Apple Daily sem starfar bæði í Hong Kong og Taívan. Ítalir fengu fréttirnar í Libero, einu af stærstu dagblöðum landsins. Þá birti kanadíska vefritið Vice, sem er mikið lesið um allan heim, frétt um málið 11. apríl, þar sem sjö sinnum var vitnað í DV.

Kanadíski vefmiðillinn Vice er mikið lesinn um heim allan
Daily Mail er eitt vinsælasta götublað Bretlands
Ítalska blaðið Libero er mikið lesið, sérstaklega í Langbarðalandi
Ástralski vefmiðillinn Nine
Apple Daily er gefið út í Hong Kong og Taívan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá