Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í fótbolta, hefur undanfarna daga nýtt twitter-aðgang sinn til að tjá hugmyndir sínar um femínisma og jafnrétti kynjanna. Í einni færslu sem hann hefur nú eytt staðhæfir hann að hugmyndin um feðraveldið sé samsæriskenning. Spyr hann einnig hvort það það sé mögulega form af misrétti að það starfi fleiri konur en karlar sem hjúkrunafræðingar.
Hann fordæmir að sama skapi kynjakvóta. Annar Twitter-notandi er fljótur að benda honum á að ljóst er að hann hafi misskilið kynjakvóta-lögin. Samkvæmt þeim skuli velja það kyn sem hallar á þegar tveir jafnhæfir einstaklingar sækjast um sömu stöðu, ekki að annar aðilinn sé valinn vegna kyns einvörðungu, þótt hann hafi ekki jafna hæfni. Virðist hann halda að tilgangur þeirra sé að hafa jafn mikið af hvoru kyni í öllum stöðum.
Er jafnrétti að vera með jafn mikið af körlum og konum í öllum stöðum? Er ekki betra að hæfileikasti einstaklingurinn fái starfið? Kynjakvóti er ekki af hinu góða!!
— Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) April 8, 2018
Sbr. 7. tl. 2. gr. , kynjakvótinn gildir s.s. bara þegar að alveg jafnhæfir einstaklingar eru í samkeppni um stöðu og þarf að velja á milli þeirra á grundvelli þess kyns sem hallar á. Hvet þig til að kynna þér lögin betur.
— Elma (@elmaingvars) April 9, 2018
Landsliðsmanninum virðist hugleikið það misrétti sem karlmenn verða fyrir í dag og ítrekar þá skoðun sína að honum finnist allir hafa jafna möguleika á Íslandi í dag.
Nei það er rétt hjá þér, mikið skynsamlegra að láta konur nútímans þjást fyrir misrétti sem átti sér stað þegar þær voru ungabörn…og unglingar…og fullorðnar
— Patti (@pattii92) April 9, 2018
Elmar spyr í kjölfarið hvar konur séu að þjást í dag. Óljóst er hvort hann sé þar með að draga í efa að einhverjar konur þjáist í dag eða hvort hann sé að spyrja að einlægni.
Hvar eru konur að þjást í dag?
— Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) April 10, 2018
Er honum þá bent á að það geti verið varasamt að ræða þessa hluti á opinberum vettvangi í ljósi hve eldfim umræðan getur orðið og hann eigi mikið af ungum aðdáendum sem líta upp til hans.
Og ég er bara ekkert viss um að ég sé sammála því að það sé ekki jafnrétti.. það eru mun fleiri konur Hjúkrunarfræðingar en karlar, er það það misrétti gagnvart körlum? Eða er það bara að áhugasvið karla og kvenna eru ekki endilaga alltaf þau sömu.
— Elmar Bjarnason (@ElmarBjarnason) April 9, 2018
Held að það væri best fyrir þig að kynna þér hlutina fyrst áður en þú ferð að gaspra eitthvað út í loftið sem þú hefur takmarkaða þekkingu á. Því einstaklingar munu taka mark á þér þar sem að þú ert fyrirmynd mjög margra krakka af öllum kynjum.
— Einar Gunnarsson (@einsikleinsi) April 9, 2018