fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Meirihlutinn í borgarstjórn er fallinn samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 03:48

Ráðhús Reykjavíkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núverandi meirihluti í borgarstjórn er fallinn samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar um fylgi stjórnmálaflokkanna í borginni. Samkvæmt niðurstöðunum nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mest fylgis en fast á hæla honum kemur Samfylkingin. Píratar og Vinstri græn koma síðan þar á eftir.

Könnun var gerð á vegum Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is og eru niðurstöður hennar birtar í dag. Samkvæmt því sem fram kemur í Fréttablaðinu í dag þá mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 28 prósenta fylgi, Samfylkingin með 27 prósent, Píratar og Vinstri græn með 11 prósenta fylgi hvor flokkur. Viðreisn fengi 8 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins mælast með rúmlega 4 prósenta fylgi. Fylgi Framsóknarflokksins mælist 4 prósent.

Borgarfulltrúar verða 23 á næsta kjörtímabili en eru 15 núna. Miðað við niðurstöður könnunarinnar þá fá Sjálfstæðisflokkur og Samfylking 7 borgarfulltrúa hvor flokkur. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn fá 2 borgarfulltrúa hver flokkur. Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fá 1 borgarfulltrúa hver flokkur.

Núverandi meirihluti samanstendur af Samfylkingunni, Bjartri framtíð, Vinstri grænum og Pírötum. Björt framtíð býður ekki fram til borgarstjórnar að þessu sinni.

1.316 manns voru í úrtaki könnunarinnar og var svarhlutfallið um 60 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð