fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Kraftaverk á Suðurnesjum: Lolíta komst í leitirnar eftir að hafa verið týnd í átta ár

Auður Ösp
Mánudaginn 9. apríl 2018 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég gæti ekki verið hamingjusamari með þær fréttir að hún sé á lífi og að hún eigi góða fjölskyldu,“ segir Christel Líf Ottósdóttir en árið 2010 týndist læðan hennar, hún Lolíta. Ekkert spurðist til kisunnar og átti Christel síst von á því að fá símtal þess efnis að Lolíta væri sprelllifandi og jafnframt við ágætis heilsu.

Christel deilir þessari mögnuðu sögu inni á facebookhópnum Kattavaktin. Lolíta hvarf árið 2010, stuttu fyrir átta ára afmælisdaginn en í samtali við DV.is segir Christel að Lolíta hafi farið í pössun annars staðar vegna flutninga og verið þar fæld í burtu af öðrum ketti.

Nýlega fékk faðir Christel síðan símtal frá dýralækni í Keflavík sem vildi vita hvort hann væri eigandi kattarins Lolítu.

„Við leituðum mikið af henni, og síðan hún týndist hef ég alltaf haldið í vonina um að finna hana eða þá fá fréttir af henni.“

Í ljós kom að fjölskylda á Suðurnesjum hafði fundið Lolítu í garðinum hjá sér. Hlúðu þau að kisu og hefur Lolíta verið í góðu atlæti hjá þeim síðan. Á dögunum leituðu þau með kisu til dýralæknis þar sem hún var með sár og að sögn Christel ákvað dýralæknirinn þá að skanna Lolítu. Í kjölfarið komu upp upplýsingar um fyrrum eigendur hennar.

„Skiljanlega voru þau hrædd um að við myndum taka hana aftur en pabbi tók það ekki í mál þar sem hún er búin að tengjast þeim,“ segir hún og bætir við að dýralæknirinn hafi vart trúað því að Lollíta væri komin á sextánda aldursár.

„Á morgun fæ ég vonandi svar um hvort ég geti fengið að sjá hana,“ segir Christel jafnframt um leið og hún kemur á framfæri bestu þökkum til fjölskyldunnar sem tók Lollítu að sér og veitti henni ást og alúð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir