„Mikill eldur í Hafnarfirði. Stórbruni, við höfum ekki tíma til að ræða þetta.“
Þetta sagði varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við DV. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur verið ræst út og stefnir á Miðhraun. Svæðið tilheyrir Garðabæ en er afar nálægt Hafnarfirði. Hinum megin við veginn, ská á móti er að finna Costco og Ikea. Á vef RÚV kemur fram að í húsinu eru fataverslunin Icewear sem og geymsluleigan Geymslur.is.
Í skeyti til fjölmiðla frá slökkviliðinu segir: „Mikill eldur. Allar stöðvar á staðnum. Allur mannskapur á bakvakt kallaður út.“
Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu af vettvangi.
Geymslur brenna
Posted by DV.is on 5. apríl 2018
Fréttin verður uppfærð