fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Þriggja ára sonur Baldurs var hætt kominn: „Í dag fékk drengurinn minn annan séns, og ég líka“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 19:31

Mynd: Baldur Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Guðmundsson, tveggja drengja faðir og blaðamaður á Fréttablaðinu, varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu á föstudag þegar þriggja ára sonur hans var hætt kominn heima fyrir. Baldur deildi reynslu sinni með Facebookfærslu og á frettablaðið.is.

„Um klukkan tvö í dag [innskot blaðamanns: föstudaginn langa] sat ég í sófanum fyrir framan eldhúsið hérna heima. Hjörvar Kári, þriggja ára, var að horfa á teiknimynd í stofunni. Skyndilega heyri ég einkennilegt en mjög lágt hljóð. Hljóð sem ég hefði ekki heyrt ef ég hefði ekki verið nýkominn úr eldhúsinu þar sem ég var að baka. Hljóð sem ég hefði ekki heyrt ef ég hefði verið annarsstaðar í húsinu á þessari stundu. Hljóð sem ég hefði aldrei heyrt ef Hvolpasveitarþátturinn hefði ekki verið nýbúinn í sjónvarpinu, uppþvottavélin rétt búin að þvo og dauðaþögn hefði verið í húsinu.

Hér er sófinn sem Baldur sat í og í baksýn er glugginn. Mynd: Baldur Guðmundsson

Ég leit upp þegar heyrði hljóðið og sá Hjörvar Kára hanga á hálsinum í rúllugardínu í stofunni. Hann var eldrauður í framan og var að reyna að öskra. Það heyrðist ekki. Hann hafði líklega klifrað upp í gluggasylluna og sett bandið sem maður notar til að draga rúllugagardínuna upp eða niður um hálsinn. Svo dottið.

Ég hljóp af stað og sá að stóra táin rétt náði niður, en ekkert annað. Ég greip undir hann og losaði. Hann varð eðlilegur í framan á nokkrum sekúndum, en er rauður eftir bandið. Hann hélt áfram að leika sér, eftir smá stund.

Mynd: Baldur Guðmundsson

Við höfum alltaf haft öryggismál í öndvegi. Hulda Ösp hefur þar verið í fararbroddi. Allir skápar eru veggfastir, hjálmar og bílstólar í topplagi og ekki útrunnir, engin hreinsiefni eða lyf sem litlar hendur komast í. Við höfum rætt um gardínurnar en það samtal hefði ekki bjargað drengnum mínum í dag, ef ég hefði verið annarsstaðar í húsinu. Þetta var spurning um 20-30 sekúndur til eða frá.

Ég brást sem foreldri, með því að hafa ekki verið búinn að festa upp gardínusnúrurnar og skilja þannig eftir þessa slysagildru á heimilinu. Ég skrifa þetta í þeirri von að barnafólk lesi og yfirfari öryggisatriði á heimilinu.

Í dag fékk drengurinn minn annan séns, og ég líka. Það er ekkert sjálfsagt við það.“

Mynd: Baldur Guðmundsson

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri