fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 20. mars 2018 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir líkamshlutar komu upp úr sjó við Snæfellsnes nýverið. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða fótlegg og annan ótilgreindan líkamspart.

Sá sem lenti í hinum óhugnanlega fundi hafði samband við Landhelgisgæsluna eins og tíðkast hjá sjómönnum. Sjófarendur hafa oftast nær samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar telja þeir sig þurfa að koma á framfæri upplýsingum, hvort sem það er ísjaki á reki eða líkfundur. Í kjölfarið hefur landhelgisgæslan samband við yfirvöld.

Það var landhelgisgæslan sem tók að sér að flytja líkamspartana til höfuðborgarinnar þar sem fulltrúar lögreglunnar tóku við málinu. Landhelgisgæslan verst frétta vegna málsins og vísaði á lögregluna. Lögreglan vildi lítið tjá sig um fundinn en DV fékk þær upplýsingar að málið væri komið inn á borð kennslanefndar ríkislögreglustjóra sem, eins og nafnið gefur til kynna, hefur það hlutverk að bera kennsl á hverjum líkamshlutarnir tilheyrðu.

Niðurstöðu er að vænta eftir eina til tvær vikur.

Lögreglan verst allra frétta af málinu að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði