Lögheimili Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, er nú skráð í Reykjavík að Skrúðási 7 í Garðabæ. Þar býr Sigmundur ásamt Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur í 370 fermetra glæsihýsi en húsið er í eigu foreldra Önnu. Samkvæmt heimildum DV færðu lögfræðingar Þjóðskrár lögheimili Sigmundar um síðustu mánaðamót. Sigmundur var áður skráður til heimilis á Hrafnabjörgum III í Jökulsárhlíð. Í desember í fyrra flutti hann svo lögheimilið til Akureyrar eftir að fyrri lögheimilisskráning var kærð. Þetta þýðir að Sigmundur ætti því ekki að fá greiðslur vegna húsnæðis upp á 134 þúsund krónur skattfrjálst.
Orðið á götunni er að Steingrímur J. Sigfússon sé næstur í röðinni og verði færður í glæsihýsið sitt í Breiðholti þar sem hann hefur búið í fjölda ára.