fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Alvarlegt slys Íslendinga á Spáni: „Ég veit ekki hvar þessi martröð endar“

Kristín og sonur hennar, Guðmundur, í alvarlegu slysi – Í desember dó annar sonur hennar, Þorvaldur

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 9. mars 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm Íslendingar lentu í alvarlegu bílslysi á Spáni á dögunum. Þrír slösuðust einna mest en það voru Kristín Guðmundsdóttir, sonur hennar, Guðmundur Freyr Magnússon, og vinkona Kristínar. Í desember lést sonur Kristínar en líkt og DV hefur áður greint frá þá telur hún hann hafa verið drepinn. Guðmundur Freyr er stórslasaður og um tíma leit út fyrir að hann væri lamaður.

„Það er greinilega ekki nóg á mann lagt að Valdi minn kvaddi þennan heim 12. desember og svo þetta núna. Ég veit ekki hvar þessi martröð endar. Maður er ekki búinn að jafna sig á einu áfallinu þegar það kemur annað. Það er engin hætta á því að ég sé að fara að yfirgefa hann fyrr en hann getur bjargað sér sjálfur,“ segir Kristín.

DV greindi frá því í janúar að Kristín væri sannfærð um að annar sonur hennar, Þorvaldur, hafi verið myrtur í Fossvogsdal í desember. Hún hefur máli sínu til stuðnings bent á að á líkinu hafi verið áverkar og Þorvaldur sætt hótunum dagana fyrir andlátið. Hún segir að krufningarskýrsla sé tilbúin en henni hafi ekki gefist tækifæri til að skoða hana nánar þar sem annað áfall hafi riðið yfir.

Óvíst með batahorfur

Fyrst um sinn virtist sem Guðmundur Freyr væri lamaður fyrir lífstíð en svo reyndist ekki vera sem betur fer. Hann hlaut þó alvarlega áverka á taugum og mænu. Þrátt fyrir að hann sé ekki talinn vera lamaður fyrir lífstíð þá er hann nær alveg rúmfastur nú og ljóst að langt bataferli er framundan.

„Hann getur hreyft tærnar og lyft hnjánum. Svo tók læknirinn hann fram úr rúminu í dag [síðastliðinn mánudag, innsk. blm.] og hann reyndi að stíga hænuskref úr rúminu og aftur upp í. Síðan kom baksérfræðingur til að meta taugaskaðann, sem er mikill. Hann virðist ekki vera lamaður en það er ekkert sem þeir geta sagt með vissu. En hversu mikið þetta gengur til baka vitum við ekki. Þetta er heilmikill skaði,“ segir hún en í vikunni hóf Guðmundur endurhæfingu vegna slyssins.

Svakalegt högg

Kristín er sjálf illa tognuð í baki og vinkona hennar slasaðist á höfði, baki og mjaðmagrind. „Ég er bara ofboðslega fegin að ég hætti við að biðja hann um að skipta um sæti. Þá væri ég meira en lömuð upp á spítala, ég hugsa að ég hefði dáið. Þetta var mjög slæmur árekstur því bílinn kom bara fljúgandi inn í okkur. Við vorum að taka u-beygju, við litum öll bæði til hægri og vinstri, það var engin umferð úr hvorugri áttinni. Við vorum að klára að taka u-beygjuna þegar bílinn kom inn í afturdekkið. Höggið var svo svakalegt að það sneri bílnum,“ segir Kristín.

Hún segir farir sínar ekki alveg sléttar af heilbrigðiskerfinu á Spáni: „Það kom einn sjúkrabíll, við báðum um tvo þar sem við vorum fimm í bílnum. Það er farið með son minn og vinkonu mína í sama sjúkrabílnum en ég varð að taka leigubíl upp á sjúkrahús. Löggan neitaði að skutla mér, þótt ég stæði varla undir sjálfri mér enda illa tognuð í baki. Vinkona mín lenti í bílslysi árið 2013 og það mölbrotnaði á henni mjaðmagrindin. Það gekk eitthvað til baka hjá henni,“ segir Kristín sem bætir við að hún dvelji nú hjá yndislegum manni sem sé henni innan handar á þessum erfiðu tímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins
Fréttir
Í gær

„Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka“

„Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda með ungt barn nærri hrifsuð á haf út í Reynisfjöru – „Ég er enn þá reiður út í þessa foreldra“

Fjölskylda með ungt barn nærri hrifsuð á haf út í Reynisfjöru – „Ég er enn þá reiður út í þessa foreldra“