fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Gylfi á allar þessar íbúðir í Reykjavík: Sjáðu myndirnar

Knattspyrnuhetjan hefur fjárfest fyrir 450 milljónir króna í íbúðum á höfuðborgarsvæðinu

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 8. mars 2018 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur gert það gott á knattspyrnuvellinum undanfarin ár og er óhætt að fullyrða að hann sé eftirlætisíþróttamaður þjóðarinnar. Hann er líka launahæsti íslenski íþróttamaður sögunnar. Árslaun hans hjá enska knattspyrnuliðinu Everton eru tæplega 700 milljónir króna og þá eru auglýsingatekjur ótaldar.

Þrátt fyrir himinháar launagreiðslur berast reglulega tíðindi af afreksíþróttamönnum sem glutra auðæfum sínum niður. Gylfi Þór ætlar augljóslega ekki að lenda í þeirri gryfju og hefur freistað þess að fjárfesta skynsamlega með hjálp fjölskyldu sinnar. Fjallað hefur verið um fjárfestingar Gylfa Þórs í sjávarútvegi en minna um fjárfestingar hans í fasteignum.

Í gegnum félagið Stellar ehf. á Gylfi Þór tug glæsilegra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þrjár í Kópavogi, þrjár í Hafnarfirði, þrjár í Garðabæ og eina í Vesturbæ Reykjavíkur. Félag Gylfa Þórs, sem bróðir hans Ólafur Már er framkvæmdastjóri yfir, fjárfesti í fasteignunum á árunum 2013 til 2015. Heildarkaupverð eignanna var tæplega 450 milljónir króna og eru þær nánast allar í útleigu, nema ein sem Gylfi Þór hefur afnot af þegar hann dvelur á Íslandi. Miðað við verðhækkun á fasteignamarkaði er óhætt að fullyrða að um góða fjárfestingu hafi verið að ræða.

Hafnarfjörður:

Húsið er 198,8 fermetrar að stærð. Kaupdagur 13. nóvember 2013. Kaupverð 49,7 milljónir króna.
Traðarberg 7 Húsið er 198,8 fermetrar að stærð. Kaupdagur 13. nóvember 2013. Kaupverð 49,7 milljónir króna.
Íbúðin er á 1. hæð og er 130,2 fermetrar að stærð. Kaupdagur 7. ágúst 2013. Kaupverð 35 milljónir króna.
Traðarberg 3 Íbúðin er á 1. hæð og er 130,2 fermetrar að stærð. Kaupdagur 7. ágúst 2013. Kaupverð 35 milljónir króna.
Íbúð á 5. hæð sem er 154,9 fermetrar að stærð. Kaupdagur 10. desember 2015. Kaupverð 64,25 milljónir króna.
Norðurbakki 9A Íbúð á 5. hæð sem er 154,9 fermetrar að stærð. Kaupdagur 10. desember 2015. Kaupverð 64,25 milljónir króna.

Garðabær:

Íbúð á annarri hæð sem er 109,6 fermetrar að stærð. Kaupdagur 27. febrúar 2015. Kaupverð 37 milljónir króna.
Haustakur 2 Íbúð á annarri hæð sem er 109,6 fermetrar að stærð. Kaupdagur 27. febrúar 2015. Kaupverð 37 milljónir króna.
Íbúð á 1. hæð sem er 134,7 fermetrar að stærð. Kaupdagur 30. apríl 2015. Kaupverð 45 milljónir króna.
Hallakur 1 Íbúð á 1. hæð sem er 134,7 fermetrar að stærð. Kaupdagur 30. apríl 2015. Kaupverð 45 milljónir króna.
Íbúð á 3. hæð sem er 122,9 fermetrar að stærð. Kaupdagur 15. september 2015. Kaupverð 42 milljónir króna.
Línakur 1 Íbúð á 3. hæð sem er 122,9 fermetrar að stærð. Kaupdagur 15. september 2015. Kaupverð 42 milljónir króna.

Kópavogur

Íbúð á 3. hæð sem er 107,9 fermetrar. Kaupdagur er 11. júlí 2014. Kaupverð 42,5 milljónir króna.
Þorrasalir 17 Íbúð á 3. hæð sem er 107,9 fermetrar. Kaupdagur er 11. júlí 2014. Kaupverð 42,5 milljónir króna.
103,2 fermetra íbúð á 2. hæð. Kaupdagur er 10. apríl 2015. Kaupverð 34,25 milljónir króna.

Álfkonuhvarf 49 103,2 fermetra íbúð á 2. hæð. Kaupdagur er 10. apríl 2015. Kaupverð 34,25 milljónir króna.

Mynd: Sigtryggur Ari
Íbúð á 2. hæð sem er 116,8 fermetrar að stærð. Kaupdagur 30. ágúst 2013. Kaupverð 29 milljónir króna.
Ásakór 4 Íbúð á 2. hæð sem er 116,8 fermetrar að stærð. Kaupdagur 30. ágúst 2013. Kaupverð 29 milljónir króna.

Reykjavík

Raðhús sem er 184 fermetrar að stærð. Kaupdagur 13. október 2015. Kaupverð 68,5 milljónir króna.
Granaskjól 74 Raðhús sem er 184 fermetrar að stærð. Kaupdagur 13. október 2015. Kaupverð 68,5 milljónir króna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá