fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Eyþór Arnalds sver af sér afskipti guðs: „Ég vissi ekki við hvern ég var að tala“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 5. mars 2018 15:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú hef ég ekki horft á Omega og vissi ekki við hvern ég var að fara að tala. Ég hafði það sem reglu strax í byrjun að tala við alla. Sumir voru búnir að segja við mig að ekki tala við Stundina. Ég tala við heimilislausa og ég tala við forstjóra […] kannski voru það mistök, kannski ætti ég að ritskoða sjálfan mig,“ svaraði Eyþór Arnalds í Harmageddon í morgun spurður um hvers vegna hann fór í alræmt viðtal við Guðmund Örn Ragnarsson á sjónvarpsstöðinni Omega.

Frosti Logason, annar þáttastjórnanda, spurði Eyþór hvort hann væri trúaður. „Ég hef barnatrú. Ég er eins langt frá því að vera bókstafstrúarmaður í einhverjum skilningi. Gamla testamentið er frekar fjarri mér, en mér finnst margt gott sem Jesú Kristur sagði, eins og með fyrirgefninguna. Ég var svona að reyna að koma inn á það í viðtalinu,“ sagði Eyþór.

Máni Pétursson, hinn þáttastjórnandi Harmageddon, spurði Eyþór beint út hvort guð hafi sagt honum að fara í framboð. „Nei, hann sagði það ekki. Það eina sem ég gerði, ég stóð frammi fyrir þessari ákvörðun, á ég að fara í framboð? Skynsemin sagði mér: „Nei, þú átt ekki að fara í þetta. Þú hefur það bara fínt, búinn að byggja upp þitt fyrirtæki og getur bara slakað á Tenerife og haft það gott“. Svo voru margir sem sögðu að ég yrði að gera þetta. Sumt af þessu fólki er mjög gott fólk en annað fólk var svona eins og það ætlaði að eiga eitthvað inni hjá mér.

„Á sunnudegi vaknaði ég hugsaði með mér: „Guð minn góður, ég get ekki skuldað þessu fólki eitthvað. Ég ætla ekki að fara í pólitík og eiga undir svona fólki og var að tala við mig“. Þá var það bænin, hún var ekki flóknari en þetta, ég óskaði þess að einhver annar myndi finnast. Svo gerist það ekki og þá kemur þessi óbærilegi þrýstingur og ég læt undan vilja fólksins. Ég enda á því að ýtta á enter á Facebook og segja að ég gefi kost á mér. Það að guð hafi sent mér það er mjög færri, ekki mér kunnugt,“ sagði Eyþór.

Eyþór sagði að viðtalið á Omega hafi verið ótrúleg upplifun. „Ég hef ekki lent í því áður að þátturinn byrji á því að mér er sagt að viðkomandi telji að ég sé sendur af guði,“ sagði Eyþór. Guðmundur Örn Ragnarsson gaf í skyn í viðtalinu á Omega að Dagur B. Eggertsson væri tengdur Satan sjálfum. Eyþór sagði að hann myndi aldrei segja slíkt: „Ég lít svo á að öll erum við fólk. Ég reyndi nú að segja það líka í viðtalinu, ég er breyskur maður.“

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið alræmda á Omega

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=1Uv-Mj-y-So&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“