fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Heimili stjórnmálaforingja: Svona búa hægrimenn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 25. febrúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búa vinstrimenn í látlausum fjölbýlishúsum? Búa hægrimenn í glæsilegum villum? DV skoðaði heimili sex leiðtoga vinstra megin við miðju og sex leiðtoga af hægri vængnum og niðurstöðurnar falla ekki að öllu leyti inn í staðalmyndina.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Formaður Miðflokksins
Sigmundur er fyrrverandi fréttamaður á RÚV og einn þekktasti stjórnmálamaður landsins. Hann varð formaður Framsóknarflokksins árið 2009 og árið 2013 varð hann forsætisráðherra eftir mikinn kosningasigur. Eftir að nafn hans kom upp í Panamaskjölunum svokölluðu hrökklaðist hann úr embætti og missti síðar formannssætið í flokknum. Síðasta haust klauf hann flokkinn og stofnaði Miðflokkinn. Sigmundur býr ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, í glæsihýsinu Skrúðási 7 í Garðabæ sem er þó í eigu foreldra Önnu, Páls Samúelssonar og Elínar Jóhannesdóttur.

Fermetrar: 370
Fasteignamat: 123.050.000

Bjarni Benediktsson

Bakkaflöt 2 Bjarni Benediktsson

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Bjarni Benediktsson

Formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra
Bjarni er af ætt Engeyinga og hefur setið á Alþingi síðan 2003. Hann varð formaður flokksins árið 2009 í kjölfar hrunsins og hefur síðan árið 2013 gegnt embætti fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Bjarni hefur mætt mörgum áskorunum á stjórnmálaferli sínum, aðallega í tengslum við aðkomu hans að viðskiptalífinu. Nafn hans birtist í Panamaskjölunum, Vafningsmálinu, Borgunarmálinu og einnig dúkkaði það upp í tengslum við Ashley Madison lekann og uppreista æru barnaníðinga. Bjarni býr, ásamt eiginkonu sinni, Þóru Margréti Baldvinsdóttur, í stóru einbýlishúsi á Bakkaflöt 2 í Garðabæ. Götu sem kölluð hefur verið Engeyjargatan.

Fermetrar: 451
Fasteignamat: 150.650.000 milljónir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Mávahraun 7 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Mynd: Sigtryggur Ari

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Formaður Viðreisnar
Þorgerður sat á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1999 til 2013 og gegndi embætti menntamálaráðherra í sex ár. Eftir hrunið var hún mikið í fréttum vegna tæplega tveggja milljarða kúluláns sem eiginmaður hennar, Kristján Arason, var skráður fyrir hjá Kaupþingi en hann var þá jafnframt framkvæmdastjóri viðskiptasviðs bankans. Þorgerður kom aftur inn í stjórnmálin haustið 2016 en þá í framboði fyrir nýjan flokk, Viðreisn, og gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Varð hún svo formaður flokksins í haust. Þorgerður og Kristján búa í stóru einbýlishúsi í Mávahrauni 7 í Hafnarfirði.

Fermetrar: 419
Fasteignamat: 99.350.000

Eyþór Arnalds

Öldugata 18 Eyþór Arnalds

Mynd: Einar Ragnar

Eyþór Arnalds

Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík
Eyþór hefur komið víða við á sínum ferli í menningu, viðskiptum og stjórnmálum. Hann varð þekktur sem söngvari pönkhljómsveitarinnar Tappi Tíkarrass og sellóleikari Todmobile. Hann var lengi í bæjarstjórn Árborgar og hefur verið virkur í hlutabréfaviðskiptum í gegnum eignarhaldsfélag sitt Ramses. Fyrir ári varð hann stærsti hluthafi í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Hann leiðir nú lista Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum. Eyþór býr í virðulegu einbýlishúsi í Vesturbænum, Öldugötu 18.

Fermetrar: 295
Fasteignamat: 138.700.000

Inga Sæland

Maríubaugur 121 Inga Sæland

Mynd: Sigtryggur Ari

Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Formaður Flokks fólksins
Minnstu munaði að Flokkur fólksins kæmist inn í fyrstu atrennu haustið 2016, aðallega vegna persónutöfra og sannfæringar formannsins Ingu Sæland. Ári síðar náði hún fjórum mönnum inn á þing. Inga, sem er lögblind og fyrrverandi X-Factor stjarna, hefur barist hatrammlega gegn fátækt. Hún býr ásamt manni sínum, Óla Má Guðmundssyni, á jarðhæð í blokkaríbúð í Maríubaugi 121 í Grafarholtinu.

Fermetrar: 148
Fasteignamat: 44.250.000

Guðlaugur Þór Þórðarson

Logafold 48 Guðlaugur Þór Þórðarson

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Guðlaugur Þ. Þórðarson

Utanríkisráðherra
Guðlaugur hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan 2003 og var einnig í borgarstjórn Reykjavíkur árin 1998 til 2006. Guðlaugur hefur gegnt ótal trúnaðarstörfum og embættum og er talinn valdamesti maðurinn í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Meðal annars var hann heilbrigðisráðherra frá 2007 til 2009 og hefur verið utanríkisráðherra síðan 2017. Guðlaugur er kvæntur eróbikkfrömuðinum Ágústu Johnson og búa þau í Logafold 48 í Grafarvoginum. Það er einbýlishús með tvöföldum bílskúr.

Fermetrar: 197
Fasteignamat: 56.750.000

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“

Sjaldséð eining í borgarráði – „Þetta hljóti að verða komið gott“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!