fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Róbert og viðskiptafélagar hans þurfa að greiða 1,2 milljarð í bætur

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 16. febrúar 2018 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Wessmann, Árni Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon þurfa samkvæmt dómi Hæstaréttar að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Þegar vextir og dráttarvextir bætast við upphæðina þá gerir það 1,2 milljarð í bætur.

Þeir Róbert, Árni, Magnús og Matthías voru viðskiptafélagar og keyptu hlut í Alvogen í gengum dótturfélag þar sem Róbert myndi eiga 94% en hinir þrír 2% hvor. Árni eignaðist hlut Róberts en Matthías taldi að hann hefði forkaupsrétt á þriðjungi hlutabréfa Róberts. Taldi Matthías að hinir þrír hefðu með saknæmum hætti selt hlut Róberts á undirverði til Árna.

Það staðfesti Hæstiréttur og dæmdi hann þremenningana til að greiða Matthíasi 640 milljónir í bætur ásamt vöxtum og dráttarvöxtum og 7 milljónir í málskostnað. Gerir það rúmlega 1,2 milljarð króna sem eru með hæstu bótum sem einstaklingar hafa verið dæmdir til að greiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu