Aðeins 19 ára gamall – Vopnalagabrot, hótanir, fíkniefnabrot og umferðalagabrot
Hrannar Fossberg Viðarsson, 19 ára gamall maður, var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot margvíslega brot. Meðal annars var Hrannar dæmdur fyrir brot á vopna-, fíkniefna-, og umferðarlögum auk hótanna um ofbeldi.
Þungur dómur Hrannars helgast af því að í apríl 2015, þá aðeins 16 ára gamall, hlaut hann fimm ára skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað, meiriháttar líkamsárás, tilraun til manndráps og vopnalagabrot. Hrannar var 15 ára þegar hann framdi brotinn. Í ljósi ungs aldur hans var sá dómur skilorðsbundinn.
Með hinum nýju brotum rauf Hrannar skilorð og því sá dómari ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsinguna nú. Til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist hans frá 27. september 2017.
Í dómsorði kemur fram að Hrannar hafi neitað sök fyrir utan að hann viðurkenndi umferðalagabrotið sem hann var ákærður fyrir, þ.e. að keyra ökuréttindalaus í júlí í fyrra.
Hrannar var meðal annars dæmdur fyrir að ota eldhúshníf að systur sinni á heimili þeirra í fyrra. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að skjóta úr Remington 870 byssu í Heiðmörk í fyrra án þess að hafa tilskilin leyfi. Að auki hótaði hann fólki með því að miða byssunni á það.
Að auki var Hrannar dæmdur fyrir að hafa um 6,5 grömm af amfetamíni í fórum sínum.