fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Lögreglan leitar að vitnum

Auður Ösp
Þriðjudaginn 13. febrúar 2018 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum að umferðaróhappi þar sem ung stúlka hljóp á bifreið sem ekið var við Súlutjörn í Reykjanesbæ. Óhappið átti sér stað um klukkan 18.20 þann 31. janúar síðastliðinn.

Unga stúlkan slasaðist við óhappið og þarf lögreglan að ná tali af ökumanni bifreiðarinnar.

Samkvæmt framburði þá er um að ræða rauðan smábíl, skráningarnúmer ekki vitað. Líkur eru á því að annar hliðarspegill bifreiðarinnar hafi skemmst við óhappið.

Ökumaður bifreiðarinnar var ung kona á þrítugsaldri með dökkt hár. Ökumaðurinn stöðvaði til að kanna með ástand stúlkunnar en lögreglan var ekki kölluð á vettvang. Mikilvægt er að ná tali af ökumanni.

Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eða geta gefið lögreglu frekari upplýsingar eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 2200 en einnig má senda upplýsingar í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á Suðurnesjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi
Fréttir
Í gær

Jóni ofboðið og segir að nútíminn taki sér refsi­vald yfir hinum dauðu

Jóni ofboðið og segir að nútíminn taki sér refsi­vald yfir hinum dauðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr