fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Fréttir

Hlynur kom sá og sigraði á dönsku kvikmyndaverðlaununum

Besta myndin, besti leikstjórinn og sjö verðlaun til viðbótar

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. febrúar 2018 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski leikstjórinn Hlynur Pálmason kom sá og sigraði í gærkvöldi þegar dönsku kvikmyndaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn. Hlynur leikstýrði myndinni Vinterbrødre (Vetrarbræður) en kvikmyndin var sigurvegari kvöldsins að öðrum ólöstuðum.

Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda en hefur á móti átt erfitt uppdráttar við að ná til kvikmyndahúsagesta. Myndin fékk níu verðlaun í gærkvöldi, þar á meðal sem besta mynd ársins og Hlynur var valinn besti leikstjórinn.

„Þetta er klikkað, alveg frábært. Þetta er mikill heiður og viðurkenning til allra sem komu að gerð myndarinnar,“ sagði Hlynur þegar niðurstaðan lá fyrir í gærkvöldi. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu.

Það eru meðlimir dönsku kvikmyndaakademíunnar sem standa fyrir valinu.

Vetrarbræður fjallar um námuverkamanninn Emil og bróður hans en báðir vinna þeir í kalknámu. Elliott Crosset Hove, sem leikur Emil, var valinn besti karlleikarinn og Victoria Carmen Sonne var valin besta leikkonan í aukahlutverki. Auk þess fékk myndin verðlaun fyrir búninga, leikmynd, hljóð, myndatöku og förðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?

Nú er komið að ögurstundu – Verða ESB og Úkraína ein gegn Rússlandi?
Fréttir
Í gær

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna

Birtir dæmi úr kommentakerfinu og spyr hvað þurfi til að fólk fatti spillinguna
Fréttir
Í gær

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“

Spyr hvort „Barna­verndarpáfinn“ sé hafður í felum – „Meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu“