fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Fjórði maðurinn handtekinn í skáksmyglsmálinu

Sá grunaði er á fertugsaldri – Þrír menn eru í haldi

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 29. janúar 2018 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld hafa handtekið fjórða manninn í Skáksmyglsmálinu svokallaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við DV en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum DV er maðurinn á fertugsaldri.

Skáksmyglsmálið hófst þegar torkennilegur pakki var sendur til skrifstofu Skáksambands Íslands frá Spáni í byrjun árs. Reyndist pakkinn innihalda um 8 kg af fíkniefnum sem falin voru í skákvörum. Fljótlega voru tveir menn handteknir og settir í tveggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við málið. Þar á meðal Hákon Örn Bergmann, líkt og DV greindi frá í vikunni. Annar mannanna var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni en hinn er enn í haldi.

Þá greindi DV frá því að þriðji maðurinn, Sigurður Kristinsson, hefði verið handtekinn í tengslum við málið í síðustu viku. Sigurður hefur verið búsettur í borginni Malaga á Spáni undanfarin misseri en hann var handtekinn við komuna til Íslands.

Í byrjun síðustu viku greindi DV frá því að eiginkona Sigurðar, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, hefði fallið milli hæða á heimili þeirra í Malaga með þeim afleiðingum að hún þríhryggbrotnaði. Sigurður var upphaflega grunaður um að hafa átt þátt í slysinu og var handtekinn af lögreglu þar ytra og sat í gæsluvarðhaldi um tíma. Sigurði var þó fljótlega sleppt úr haldi og tjáði hann blaðamanni DV að rannsókn málsins væri lokið og hann hefði hvergi komið nærri.

„Það var ekkert brot heldur slys. Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að staðfesta það,” segir Sigurður.

Sett var á fót söfnun fyrir sjúkraflugi Sunnu Elvíru til Íslands en kostnaðurinn við flugið var um 5,5 milljónir króna. Þeim fjármunum tókst að að safna hratt og vel og nú styttist í að Sunna Elvíra kæmist undir læknishendur hér á landi. Hún lamaðist frá brjósti við slysið og er óvíst um batahorfur hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg