Áslaug vinsælust á samfélagsmiðlum – Þingmenn styðja Eyþór
Mikil spenna er í loftinu meðal Sjálfstæðismanna vegna leiðtogakjörsins í Reykjavík sem fer fram laugardaginn 27. janúar. Þeir Sjálfstæðismenn sem DV hefur rætt við segja leiðtogakjörið tvísýnt þar sem engin könnun liggi fyrir um fylgi frambjóðenda. Kannanir skipta sköpum í baráttu sem þessari. Skemmst er að minnast prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík haustið 2013 þar sem Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi mældist með mestan stuðning, eftir að könnunin leiddi það í ljós færðist stuðningur af frambjóðendum sem mældust með mun minna fylgi yfir á Halldór Halldórsson sem endaði sem oddviti.
Áslaug María Friðriksdóttir vinnur leiðtogaslag Sjálfstæðismanna í Reykjavík þegar kemur að fylgjendum á samskiptamiðlum. Áslaug er með 2.000 fylgjendur á Facebook og eyðir miklu í að koma skilaboðum sínum á framfæri, einnig er hún með rúmlega 1.000 fylgjendur á Twitter. Kjartan Magnússon á hins vegar aðeins 67 fylgjendur á Facebook og 220 á Twitter.
Eyþór Arnalds stofnaði Like-síðu á Facebook fyrir rúmri viku og er strax kominn með rúmlega 1.000 fylgjendur, hann er ekki á Twitter. Vilhjálmur Bjarnason er hvorki með Like-síðu né Twitter-reikning, þess má þó geta að alnafni hans sem er ekki fjárfestir er með á sjötta hundað fylgjendur.
Viðar Guðjohnsen mætti á Facebook í síðustu viku og er kominn með 266 fylgjendur, hann er ekki á Twitter en hefur verið áberandi á Útvarpi Sögu.
Af leiðtogaframbjóðendunum er aðeins Áslaug sem gæti haft roð við Degi B. Eggertssyni borgarstjóra sem er með 2.900 fylgjendur á Facebook og 9.400 á Twitter. Það gæti hins vegar breyst fljótt ef Eyþór heldur áfram að safna fylgjendum á sama hraða og hann hefur verið að gera.
Þar sem engin könnun liggur fyrir brá DV á það ráð að mæla stöðu frambjóðendanna miðað við fylgi nafntogaðra einstaklinga á samfélagsmiðlum. Tekið skal fram að úttektin er óformleg og ekki hafa allir á listunum lýst formlega yfir stuðningi við frambjóðandann. Listinn byggir á úttekt yfir þá sem hafa ítrekað sett „Like“ á færslur frambjóðendanna á Facebook, hafa látið taka mynd af sér með frambjóðandanum eftir að tilkynnt var um prófkjör eða hafa boðað komu sína á kosningamiðstöð frambjóðandans.
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Friðjón R. Friðjónsson almannatengill
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður á Morgunblaðinu
Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins
Brynjólfur Sveinn Ívarsson myndbandsbloggari og fyrrverandi stjórnlagaþingsframbjóðandi
Ari Edwald forstjóri Mjólkursamsölunnar
Guðmundur Franklín Jónsson fyrrverandi formaður Hægri grænna
Valtýr Björn Valtýsson íþróttafréttamaður
Ingvar Smári Birgisson formaður SUS
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fyrrverandi formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur
Gunnar Kristinn Þórðarson fyrrverandi formaður Samtaka meðlagsgreiðenda
Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill og fyrrverandi fréttakona
Laufey Rún Ketilsdóttir aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
Gísli Freyr Valdórsson ritstjóri Þjóðmála og fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra
Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður
Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði
Svava Johansen eigandi NTC
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson framkvæmdastjóri Circle Air og fyrrverandi forstjóri Saga Capital
Anna Sigurlaug Pálsdóttir eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Hildur Sverrisdóttir aðstoðarmaður ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Ásta Möller, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Sirrý Hallgrímsdóttir pistlahöfundur
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Ásdís Halla Bragadóttir, athafnakona og fyrrum bæjarstjóri Garðabæjar
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Arndís Kristjánsdóttir, formaður Hvatar
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Viðar Guðjohnsen yngri, lyfjafræðingur
Ólafur Haukur Johnson fyrrverandi skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar
Jónína Benediktsdóttir athafnakona