Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham útilokar ekki að taka við Real Madrid í komandi framtíð.
Hann hefur gert frábæra hluti með Tottenham en hann tók við liðinu árið 2014.
Tottenham endaði í öðru sæti ensku úrvalsdieldarinnar á síðustu leiktíð en liðið situr sem stendur í fimmta sæti deildarinnar.
„Fótboltinn mun koma mér á þá staði þar sem fótboltinn vill að ég sé,“ sagði Pochettino.
„Ef það er eitthvað sem ég hef lært á ferlinum þá er það sú staðreynd að það getur allt gerst í fótbolta.“
„Hvort ég muni stýra liði á Spáni í framtíðinni, Real Madrid eða einhverju öðru get ég ekki svarað því maður veit aldrei hvað getur gerst,“ sagði hann að lokum.