fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Björgólfur Thor metinn á 186 milljarða

Auður Ösp
Mánudaginn 15. janúar 2018 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir situr í 1.161 sæti á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins en hann var í 1.415 sæti í fyrra. Eru eignir hans nú metnar á 1,8 milljarð Bandaríkjadala, eða rúmlega 185 milljarða króna.

Björgólfur Thor er eini Íslendingurinn sem komist hefur inn á umræddan lista Forbes en árið 2007 var hann í 249. sæti yfir rík­­­ustu menn ver­aldar. Greint er frá því á vef Forbes að Björgólfur Thor hafi komist nálægt því að missa allt sitt í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 og því þurft að finna leið að losna við skuldabagga sem hljóðaði upp á minnst 40 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma hafi verið sótt hart að honum á Íslandi, skemmdarverk framin á heimili hans í Reykjavík og litið á árið 2008 sem hans „dánarár.“

Þá er vitnað í ummæli Björgólfs Thors sjálfs sem viðurkenndi að hafa „klúðrað málunum“ líkt og allir aðrir. Björgólfur Thor gerði í kjölfarið samkomulag við kröfuhafa sína sem gerði honum kleift að greiða upp skuldir sínar en halda þó eftir hlut sínum í nokkrum eignum, þar á meðal í pólska fjarskipafélagsinu Play.

Björgólfur Thor komst aftur inn á listann árið 2015 og voru þá eignir hans metnar á 1,3 milljarð dala. Hefur hann færst ofar á listanum síðan þá en á seinasta ári var auður hans metinn á 1,6 milljarð dala.

Bill Gates, stofnandi Microsoft vermir toppsæti listans í sautjánda sinn en eignir hans eru metnar á 86 milljarða dala. Þá Warren Buffett, forstjóri Berkshire Hathaway í öðru sæti og Jeff Bezos stofandi Amazon í því þriðja.
.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“