fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Björgólfur Thor metinn á 186 milljarða

Auður Ösp
Mánudaginn 15. janúar 2018 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir situr í 1.161 sæti á lista Forbes yfir milljarðamæringa heimsins en hann var í 1.415 sæti í fyrra. Eru eignir hans nú metnar á 1,8 milljarð Bandaríkjadala, eða rúmlega 185 milljarða króna.

Björgólfur Thor er eini Íslendingurinn sem komist hefur inn á umræddan lista Forbes en árið 2007 var hann í 249. sæti yfir rík­­­ustu menn ver­aldar. Greint er frá því á vef Forbes að Björgólfur Thor hafi komist nálægt því að missa allt sitt í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 og því þurft að finna leið að losna við skuldabagga sem hljóðaði upp á minnst 40 milljarða íslenskra króna. Á sama tíma hafi verið sótt hart að honum á Íslandi, skemmdarverk framin á heimili hans í Reykjavík og litið á árið 2008 sem hans „dánarár.“

Þá er vitnað í ummæli Björgólfs Thors sjálfs sem viðurkenndi að hafa „klúðrað málunum“ líkt og allir aðrir. Björgólfur Thor gerði í kjölfarið samkomulag við kröfuhafa sína sem gerði honum kleift að greiða upp skuldir sínar en halda þó eftir hlut sínum í nokkrum eignum, þar á meðal í pólska fjarskipafélagsinu Play.

Björgólfur Thor komst aftur inn á listann árið 2015 og voru þá eignir hans metnar á 1,3 milljarð dala. Hefur hann færst ofar á listanum síðan þá en á seinasta ári var auður hans metinn á 1,6 milljarð dala.

Bill Gates, stofnandi Microsoft vermir toppsæti listans í sautjánda sinn en eignir hans eru metnar á 86 milljarða dala. Þá Warren Buffett, forstjóri Berkshire Hathaway í öðru sæti og Jeff Bezos stofandi Amazon í því þriðja.
.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin