Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid er ósáttur með gengi liðsins á leiktíðinni.
Þrátt fyrir það segir hann að gengið hafi ekki verið afleitt eins og sumir fjölmiðlar vilja meina.
„Þið getið leikgreint eins og þið viljið og skrifað það sem þið viljið,“ sagði Zidane.
„Sannleikurinn er sá að við höfum spila vel en úrslitin hafa ekki verið að detta, þetta hefur ekki verið afleitt,“ sagði hann að lokum.