fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Epalhommi klýfur þjóðfélagið: „Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins?“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 5. janúar 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, er ekki par hrifinn af valinu á orði ársins og lýsir skoðun sinni Facebook. Eins og flestir vita var epalhommi valið orð ársins 2017 af RÚV, Árnastofnun og Mími, félagi íslensku stúdenta við Háskóla íslands. Reynir Þór Eggertsson, helsti Eurovision sérfræðingur landsins, hefur einnig lýst skoðun sinni á orðinu, sjá hér. Fjölmargir nafntogaðir einstaklingar hafa tjáð sig á vegg Baldurs, þar á meðal Sóley Tómasdóttir fyrrum borgarfulltrúi VG, Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri og Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrum bæjarstjóri Garðabæjar og stjórnarformaður Klíníkunnar.

Fúkyrði

Baldur segir: „Orðið Epalhommi var fyrst notað sem fúkyrði um homma af einu helsta nettrölli landsmanna. Níðið bitnaði líka á Epal sem reyni að snúa neikvæðri umfjöllun yfir í jákvæða með því að birta mynd af sex þekktum hommum í verslun sinni. Mörgum fannst fyrirtækinu hafa vel tekist til og RÚV fullyrðir að merkinu orðsins hafi verið snúið við. Epalhommi er sagt merkja ,,samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun“ samkvæmt íslenskri nútímaorðabók á gáttinni malið.is.“ Með nettröllinu á Baldur við Hildi Lillendahl Viggósdóttur, höfundi orðsins.

Hann segir að orðið hafi haft visst skemmtigildi þá rétt eins og það gerir nú. Engu að síður ýti orðið undir vissar staðalímyndir um homma. Samkvæmt þessari ímynd eru hommar aðeins þeir sem hafa áhuga á vandaðri hönnun og gagnkynhneigðir þar af leiðandi þeir sem hafi ekki áhuga.Með þessu séu hommar jaðarsettir og gerðir ómarktækir en gagnkynhneigðir tali á mannamáli.

Viðbrögðin önnur ef konur væri að ræða?

Baldur harmar að virtar mennta og menningarstofnanir standi valinu. „Þær verðlauna fúkyrðið með því að tilkynna valið þegar menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu. Ég er viss um valið er gert í góðri trú og að þessar stofnanir hafi talið sig vera að gera gott með því að velja þetta orð sem eitt af þeim tíu orðum sem almenningur mátti velja úr og kjósa um í netkosningu á RUV.is. Og auðvitað gera þessar stofnanir ekki annað en að endurspegla staðalímynd nettröllsins, kjósendahópsins og Epals um homma.“

Að lokum bendir Baldur á að orð ársins 2016, hrútskýringar, hljóti einungis að eiga við gagnkynhneigða menn. Hommar hafi jú aðeins áhuga á vandaðri hönnun. „Og hver ætli að viðbrögðin hefðu verið ef svona orð um gagnkynhneigðar konur eða lesbíur hefðu orðið fyrir valinu hjá þessum ágætu stofnunum? – Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins 2017. En auðvitað hefur maður líka bara gaman af þessu öllu saman?

„Það er stutt í hómófóbíu eða hómófóbíska upplifun þegar búið er til samsett uppnefni á þennan hátt. Og það verðið þið forréttindakonurnar að skilja líka“

Forréttindakona

Sóley Tómasdóttir svarar Baldri fullum hálsi og segir ómaklegt að stimpla Hildi Lillendahl sem nettröll. Hún hafi „vaðið eld og brennistein í þágu kvenfrelsis á Íslandi.“ Þá segir hún einnig að þó að fólk mæti fordómum og mismunun vegna kynhneigðar sinnar þá geti það notið vissra forréttinda á sama tíma. „Epalhommi er orð sem dregur þetta fram. Orðið varð til í samtali við Sindra Sindrason um hans jaðarsetningu og forréttindi. Hommar sem tilheyra yfirstétt þrátt fyrir að vera hommar. Hommar sem eru vel efnaðir, hafa rödd og völd og eru opinskátt samkynhneigðir.“

Áðurnefndur Reynir Þór svarar Sóleyju og nefnir að þegar orðið hommi sé notað í niðrandi merkingu sé það bakslag fyrir áratuga langa baráttu. Orðið hommi hefur mun jákvæðari blæ í dag en það gerði áður fyrr. „Það er stutt í hómófóbíu eða hómófóbíska upplifun þegar búið er til samsett uppnefni á þennan hátt. Og það verðið þið forréttindakonurnar að skilja líka.“ Sóley gengst við því að vera forréttindakona en segir jafnframt að þetta sé vandmeðfarið. Hún vilji ekki gera lítið úr jaðarsetningu homma en þetta snúist engu að síður um valdastrúktúr.

Stoltur Epalhommi

Ýmsir aðrir blanda sér í umræðuna. Pistill Baldurs virðist falla í kramið hjá Herdísi Þorgeirsdóttur, fyrrum forsetaframbjóðanda, sem segist sammála. Ásdís Halla Bragadóttir tekur undir: „Heyr heyr!“ og Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og þingmaður Samfylkingarinnar, segir orðið „sérstaklega óskemmtilegt eiginlega hvernig sem á það er litið.“

Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Vodafone og fyrrum fréttamaður, er ekki sammála Baldri varðandi orðið: „Orðinu leðurhommi hefur verið flaggað án athugasemda og því er raunar hampað árlega í Gleðigöngunni. Enda er það skemmtilegt orð og lýsandi því hommar eru alls konar, alveg eins og fólk er alls konar. Ég er hommi. Ég versla mikið í Epal. Ég er stoltur af hvoru tveggju og rís glaður undir lýsingunni að vera Epalhommi. Ég upplifi meiri jaðarsetningu í hinum pólitíska rétttrúnaði samtímans sem bannar fólki að orða og lýsa því sem það sér og krefst þess að fólk fari eins og kettir í kringum heitan graut þegar það þarf að orða hvernig það sér og upplifir samfélag manna.“

Benedikt Erlingsson segir að orð þurfi ekki endilega að hafa jákvæða merkingu til að verða fyrir valinu: „ Má ekki segja þetta um mörg orð..að þau ali á staðalímyndum? Er ekki tungumálið fullt af ljótum orðum.. og er það ekki altí lagi? Hvað er að því að fúkyrðið sem elur á fordómum sé valið orð ársins?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“
Fréttir
Í gær

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum