fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Óvæntir gestir biðu Bjarna þegar hann mætti í Kryddsíldina: „Viltu ekki taka við blómunum?“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvæntir gestir biðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, þegar hann mætti í Perluna fyrir Kryddsíldina á gamlársdag.

Skiltakarlarnir svokölluðu, Ólafur Sigurðsson og Leifur Benediktsson, biðu eftir Bjarna í anddyri Perlunnar og var tilgangurinn að veita honum verðlaun „fyrir framúrskarandi spillingu“ eins og segir á Facebook-síðu Skiltakarlanna.

Bjarni virðist hafa verið á talsverðri hraðferð því hann tók ekki á móti verðlaununum sem átti að veita honum, forláta blómvendi. „Viltu ekki taka við blómunum?,“ er Bjarni spurður sem svarar að bragði að hann sé á leið í útsendingu.

Ólafur og Leifur hafa verið áberandi á undanförnum árum og ítrekað sýnt andstöðu gegn því sem þeir kalla spillingu. Hafa þeir meðal annars vakið athygli fyrir skilti með ýmsum slagorðum, en nafnið Skiltakarlarnir er einmitt dregið af þeim.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Skiltakarlanna um verðlaunaafhendinguna á gamlársdag er Bjarna óskað til hamingju með að hafa verið valinn „spilltasti stjórnmálamaður ársins“ af Skiltakörlunum 2017.

„Við afhendinguna virtist Bjarni hafa áttað sig á því að þarna var andspyrnuhreyfingin mætt og síðustu leifarnar Ólafur og Leifur, síðustu Jedi-riddararnir mættir til að framkvæma einhverja andspyrnu, hann flúði því undan andspyrnunni en Leifur fylgdi flóttanum fast eftir og las honum pistilinn um að hann hefði verið valinn „Spilltasti stjórnmálamaður Íslands 2017.“ Til hamingju með það Bjarni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“