fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Völva DV fyrir árið 2018: Hvað gerist í Eurovision í vor og hjá landsliðinu á HM í Rússlandi?

Árið 2018 verður tíðindamikið samkvæmt Völvu DV

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaður heldur á fund spákonunnar sem reyndist svo sannspá á síðasta ári. Hún býr í litlu grænmáluðu húsi rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hún kemur til dyra og heilsar hlýlega og býður blaðamanni til stofu. Sem fyrr er kristalskúlan góða á stofuborðinu. Það er vistlegt og jólalegt hjá völvunni sem segir blaðamanni að hún sé mikið jólabarn og hafi alltaf verið. Hún býr ein en eiginmaður hennar lést fyrir einhverjum árum. Aðspurð segist hún halda jólin hátíðleg á heimili sonar síns og tengdadóttur í Kópavogi. Blaðamaður fær sér sæti í IKEA-sófanum og völvan sest andspænis honum. Eins og á síðasta ári vekja augu völvunnar sérstaka athygli blaðamanns, þau eru ekki bara góðleg, það er hreinlega eins og þau sjái í gegnum holt og hæðir´.

Enn ein Eurovision-vonbrigðin

Eurovision-áhugi þjóðarinnar er ekki að dala. Íslendingar munu freista þess að senda lítt þekktan einstakling í Eurovision en við munum eftir sem áður ekki uppskera eins og við sáðum. Það mun valda mikilli gremju meðal margra og háværar raddir heyrast sem krefjast þess að fyrirkomulagi keppninnar verði breytt. „Furðulegt hvað þessi þjóð getur endalaust æst sig yfir þessari keppni,“ segir völvan og dæsir, en sjálf segist hún einkum hlusta á íslensk lög með „almennilegum söngvurum“, eins og hún orðar það.

Lítill árangur í Rússlandi

Völvan segist ekki vera mikil íþróttakona en býðst þó til að skyggnast inn í íþróttaheim næsta árs. Þar ber vitanlega hæst Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi. Riðillinn er of erfiður fyrir okkar menn, segir völvan og liðið mun ekki komast áfram. Við töpum leiknum við Argentínu 3-0 þar sem Lionel Messi skorar eitt mark. Við vinnum leikinn við Nígeríu og mætum Króatíu í síðasta leik og töpum honum. Hún segir stemningsfulla stuðningsmenn Íslands verða þjóðinni til sóma í Rússlandi og munu þeir vekja mun meiri athygli fjölmiðla en liðið sjálft. Gleðin verður við völd hjá Íslendingum þrátt fyrir tapið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram

Stríðið milli Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna heldur áfram
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“