fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Heilbrigðiskerfið segir nei við 7 ára barn

Handleggsbrotinn og fær ekki endurkomu í Reykjavík

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 22:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viktor, 7 ára gamall, handleggsbrotnaði illa á Akureyri fyrir tveimur vikum. Þegar móðir hans ætlaði að panta tíma í endurkomu, var henni tilkynnt að það væri ekki hægt. Ástæðan: Viktor handleggsbrotnaði á Akureyri en ekki í Reykjavík, þar sem hann býr.

Ásdís Blöndal, móðir Viktors, birti fyrr í kvöld stöðufærslu á Facebook síðu sinni þar sem hún segir frá þessu furðulega fyrirkomulagi í heilbrigðiskerfinu. Segir hún að það geti alltaf komið manni á óvart.

Í viðtali við DV segir hún að fjölskyldan hafi verið í sumarfríi á Akureyri og Viktor hafi handleggsbrotnað illa þegar hann datt úr leiktæki á Hömrum. Hann fór á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann var sendur í aðgerð og settur í gifs. „Við fengum frábæra þjónustu þar og var hann kominn í aðgerð rúmum tveimur tímum eftir slysið.“

„Hann á síðan að fara í skoðun eftir viku til að sjá hvernig brotið er að gróa og okkur var sagt að athuga hvort hann hefði ekki örugglega fengið tíma í endurkomu sem læknarnir fyrir norðan pöntuðu fyrir hann,“ segir Ásdís.

En kerfið segir einfaldlega nei. Viktor fær ekki tíma í endurkomu í Reykjavík þar sem að hann brotnaði ekki hér. Þar sem að hann fékk ekki gifsið hér í Reykjavík þá á hann ekki rétt á að fá pantaðan tíma.

„Við eigum að mæta með hann á Slysó í næstu viku og bíða þangað til að hann kemst að. Þegar við báðum um skýringu á þessu fengum við svarið: Svona er þetta bara,“ segir Ásdís, sem bætir við að þetta muni kosta annað foreldrið dag úr vinnu og Viktor dag úr skólanum. „Það væri gott að fá svör frá heilbrigðisráðherra um af hverju þetta er svona bara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu