fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Eistnaflug hefst í kvöld. Flösu þeytt í Neskaupsstað í 13. sinn

„Þetta rúllar mjög fínt“ – Cavalera bræður og The Dillinger Escape Plan spila

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 5. júlí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rokkhátíðin Eistnaflug er að hefjast í Neskaupsstað í 13. sinn. Hátíðin var fyrst haldin árið 2005 sem eins dags hátíð en hefur vaxið með hverju árinu. Nú stendur hún yfir í 4 daga, 5.-8. júlí í íþróttahúsi bæjarins.

Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, er vongóður um góða mætingu og segir veðrið spila þar inn í. Ennþá er hægt að kaupa miða á síðunni tix.is og einnig við hliðið, bæði dagpassa og miða á hátíðina alla. Á hátíðinni er 18 ára aldurstakmark en yngri eru velkomnir í fylgd með fullorðnum.

Engir fávitar

Á hátíðinni má heyra í rjómanum af íslensku þungarokki sem og fjölda yngri hljómsveita. Hljómsveitir eins og Skálmöld, Sólstafir, Dimma og HAM eru tíðir gestir. Einnig hafa heimsþekkt nöfn úr þungarokksheiminum troðið upp, eins og At the Gates, Opeth, Napalm Death og Meshuggah. Þá er hátíðin enduð með einhverjum atriðum sem ekki teljast til þungarokks. Að sögn Stefáns til „að brjóta upp öskrið.“

Í Neskaupsstað búa um 1500 manns og sá fjöldi tvöfaldast aðra helgina í júlí þegar hátíðin stendur yfir. Framkvæmd hátíðarinnar hefur verið til fyrirmyndar hingað til. Þó að gestirnir líti margir ófrýnilega út, síðhærðir, leðurklæddir og margir hvítmálaðir í framan, þá hafa fá ef nokkur mál komið upp. Ástæðan er samhent átak skipuleggjenda og gesta sem endurspeglast í hinu þekkta slagorði hátíðarinnar: „Ekki vera fáviti!“

Að þessu sinni verður boðið upp á hliðardagskrá í Beitiskúrnum 6.-8. júlí. Þar koma meðal annars fram hljómsveitirnar Exile, Premium og Murmur.

Stefán segir undirbúninginn ganga mjög vel. „Þetta rúllar fínt. Það hefur ekkert komið upp á og engin hljómsveit afboðað sig. Það er í fyrsta skipti í mörg ár.“

Dagskrá Eistnaflugs 2017

Miðvikudagur 5. júlí

16:45 World Narcosis
17:35 Cult of Lilith
18:20 Grave Superior
19:05 Oni
19:50 Andlát
20:30 Zatokrev (Sviss)
21:30 Hatari
22:20 Sinistro (Portúgal)
23:10 Anaal Nathrakh (Bretland)
00:45 Neurosis (Bandaríkin)
02:15 Innvortis

Fimmtudagur 6. júlí

14:30 Vofa
15:15 Lith
16:00 Hubris
16:45 Kronika
17:30 Röskun
18:15 Kælan mikla
19:00 Une Misére
19:45 Zhrine
20:40 Naga (Ítalía)
21:35 Auðn
23:00 Bloodbath (Svíþjóð)
00:35 Brainpolice
01:50 Misþyrming

Föstudagur 7. júlí

14:00 Atómstöðin
14:45 Dynfari
15:35 Skurk
16:25 Monolith Deathcult (Holland)
17:30 200.000 Naglbítar
18:20 Kontinuum
19:15 Voices (Bretland)
20:15 Mugison
21:20 Akercocke (Bretland)
22:30 Maz & Iggor Cavalera (Brasilía/Bandaríkin)
00:05 Skálmöld
01:45 Atari Teenage Riot (Þýskaland)

Laugardagurinn 8. júlí

16:00 Asyllex (Færeyjar)
16:50 Future Figment
17:40 Morðingjarnir
18:30 Dr. Spock
19:25 Saktmóðingur
20:15 HAM
21:35 Dimma
23:15 The Dillinger Escape Plan (Bandaríkin)
00:45 Sólstafir
02:15 Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar & DJ Töfri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum

Töluvert annar hljómur í Sigurði Inga um útlendingamál á nokkrum dögum
Fréttir
Í gær

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti

Formaður björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ lést í Tungufljóti
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum