fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Fréttir

Benedikt Erlingsson um Robert Downey: „Hér geti verið um að ræða net barnaníðinga sem teygir sig gegnum stjórnsýsluna“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 17. júlí 2017 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Erlingsson, leikstjóri og leikari, segir á Facebook-síðu sinni að Innanríkisráðuneytið verði að svara skilmerkilega spurningum fjölmiðla varðandi uppreista æru Roberts Downey, áður Róberts Árna Hreiðarssonar.

Hæstiréttur staðfesti á dögunum úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Róbert gæti aftur starfað sem lögmaður eftir að hafa hlotið uppreist æru í september síðastliðnum. Róbert var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum og missti hann lögmannsréttindi sín í kjölfarið.

Benedikt segir að það varði æru starfsmanna stjórnsýslunnar að málið sé ekki þagað í hel. „Þetta mál er orðið mjög alvarlegt og snýst um æru Innanríkisráðuneytisins og stjórnsýslunnar allrar. Mannorð og æra fjölda heiðarlegs fólks sem þar starfar er í húfi,“ skrifar Benedikt.

Hann segir enn fremur að Sigríður Andersen innanríkisráðherra verði að bregðast við. „Því ef þessu verður ekki svarað og hinir „valinkunnumenn“ verða áfram „huldumenn“, ef gögn finnast ekki og yfirhylming og undanbrögðum verður áfram beitt fer sá grunur að skjóta rótum að hér geti verið um að ræða NET BARNANÍÐINGA sem teygir sig gegnum stjórnsýsluna og upp í gegnum Innanríkisráðuneytið. Þetta er hugmynd sem verður að kveða í kútinn og það strax. Ráðherrann, hún frú Sigríður verður að bregðast við og verja æru sína og sinna,“ skrifar Benedikt.

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona tekur undir með Benedikt og skrifar: „Já, hvað þolir ekki dagsljósið? Miðað við þau brot sem maðurinn er dæmdur fyrir, brot sem ganga svo gjörsamlega framaf manni, er ekki nema eðlilegt að manni detti það versta í hug.“

Með færslunni deilir Benedikt færslu Bergs Þórs Ingólfssonar leikara, en líkt og hefur komið fram er hann faðir einnar af þeim stúlkum, Nínu Rúnar, sem Róbert Árni Hreiðarsson misnotaði. Bergur Þór deilir frétt Stundarinnar sem greindi frá því að Innanríkisráðuneytið hafi svarar ekki fjölmiðlinum þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir.

Stundin segir að svör ráðuneytisins hafa ávallt verið þau sömu, að vísa á fréttatilkynningu sem ráðuneytið birti stuttu eftir að Róberti Árna hlaut lögmannsréttindi sín aftur. Stundin fór fram á að því yrði meðal annars svarað hver beri endanlega ábyrgð á ákvörðun um að veita einstaklingi uppreist æru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“

Sigurður G. mjög ósáttur við Sólveigu Önnu og Eflingu – „Þetta er þekkt taktík“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar

Klúður í Kópavogi: 12-15 atkvæði skiluðu sér ekki inn til talningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“

Kristinn ómyrkur í máli – „Það er okkar sök og nú erum við að súpa seyðið af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni

Eflingarfélagar mótmæla fyrir framan Finnsson Bistro í Kringlunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“

Hlaut aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir ofbeldi og ógnanir gagnvart fyrrverandi sambýliskonu – „drep svo pabba þinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar

Sigurjón dæmdur í átta ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri konu og syni hennar