fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Fréttir

Áttir þú vingott við þessa stúlku í Atlavík sumarið 1983?

Leitin að föður Borghildar heldur áfram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 24. júní 2017 23:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er móðir mín, hún Dæda, eins og hún var kölluð í denn. Þessi mynd var tekin í Atlavík, á því herrans ári 1983, á föstudeginum. Hún hitti karl föður minn á sunnudagskvöldinu. Hún leit nákvæmlega svona út þá líka og var í þessari bleiku úlpu. Þessi mynd er birt með góðfúslegu leyfi hennar.“

Þetta skrifar Borghildur Dóra Björnsdóttir, dóttir Ragnheiðar Björnsdóttur, hennar Dædu, eins og hún var alltaf kölluð. Myndin af Dædu fylgir þessari frétt. Þetta er í annað sinn sem Borghildur leitar til þjóðarinnar og biður um hjálp við að hafa upp á föður sínum. DV fjallaði síðast um mál Borghildar í frétt þann 25. maí. Þar óskaði hún eftir ljósmyndum frá útihátíðinni sem haldin var um verslunarmannahelgina árið 1983. Eins og sjá má hefur Borghildi núna áskotnast þessi fína mynd af móðurinni, nákvæmlega eins og hún leit út hina örlagaríku verslunarmannahelgi.

Í fyrri frétt dv.is segir meðal annars:

„Borghildur Dóra Björnsdóttir hefur um árabil átt sér þann draum að hafa uppi á blóðföður sínum. Hún hefur þó úr afar takmörkuðum upplýsingum að moða, en veit fyrir víst að faðir hennar var staddur á útihátíðinni í Atlavík um verslunarmannahelgina 1983.”

Í stuttu viðtali við dv.is í maí sagði Borghildur jafnframt:

„Þegar ég var lítil fannst samt mörgum skrítið að ég ætti ekki pabba. Þegar ég var unglingur var ég líka alltaf að hugsa: „Hvað ef ég eignast kærasta og svo kemur í ljós að hann er bróðir minn?“

Hún sagði jafnframt um mögulegan blóðföður sinn og viðkynningu hans og móður hennar, að blóðfaðir hennar hafi komið að móður hennar á fjölskyldusvæði á hátíðinni þar sem móðirin var að tala pilt og stúlku frá Hornafirði:

„Mamma var kölluđ Dæda og kynnti sig sem Dædu við hann og hann sagðist heita Jónas Haukur Sveinsson, en vera kallaður Haukur Sveinnson. Hann sagðist vera fráskilinn og byggi hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Hann sagðist vera smiður og sagði að pabbi sinn væri húsgagnasmiður. Þá sagðist hann eiga fimm ára dóttur sem héti Hulda,“ heldur Dóra áfram. „Samkvæmt mömmu var hann í svörtum adidas skóm, bláum gallabuxum og ljósgrárri lopapeysu með svörtu og hvítu munstri. Hún segir að hann hafi verið hávaxinn með strákakoll og litað rautt eða rauðbirkið hár.“

Móðir Borghildar og ungi maðurinn hittumst um tíuleytið á sunnudagskvöldinu og eyddu nóttinni saman en hann var síðan farinn um áttaleytið á mánudagsmorgninum.

Borghildur stígur nú aftur fram í viðleitni sinni til að hafa upp á blóðföður sínum og birtir þessa mynd af móður sinni. Í stöðufærslunni segir hún jafnframt og beinir orðum sínum til blóðföður síns og annarra sem kunna að hafa verið á svæðinu á umræddum tíma:

„Svo kæri fađir, ef þessi mynd rifjar eitthvađ upp fyrir þér og þù manst eftir ađ hafa àtt næturgaman međ þessari konu(mòđur minni) à myndinni, biđ ég þig ađ hafa samband viđ mig ì einka skilabođum. Þađ væri mér svo mikils virđi. Og ef þù sem lest þetta, manst eftir ađ hafa séđ hana mòđur mìna à sunnudagskvöldinu međ hàvöxnum, grönnum manni, međ stràkakoll, stràkslegt ùtlit, ì gràrri lopapeysu međ svörtu munstri, adidas skòm og blàum gallabuxum, endilega làttu mig vita. Hann var međ litađ rautt hàr en var dökkhærđur þegar vinkona mömmu hitti hann 6 àrum seinna. Mòđir mìn vissi ekki þà ađ hann hafi veriđ međ litađ hàr.“

Borghildur Dóra Björnsdóttir
Borghildur Dóra Björnsdóttir

Vonar innilega að hann eða einhver sem þekkir hann hafi samband

Borghildur segir jafnframt í stuttu spjalli við dv.is núna í kvöld:

„Hùn sà hann bara tala viđ vininn daginn eftir þegar hann fòr ùr tjaldinu, veit ekki hvenær. Þeir àttu ađ hafa veriđ ì grænu tjaldi og vera à gràrri Mözdu 323 međ R nùmeri. Mamma sà bara R-iđ þvì restin var skìtug. Og vinurinn var hrokkinnhærđur og þybbinn.“

„Og mamma sagđi viđ hann ì tjaldinu ađ hùn gæti orđiđ òlétt og hann sagđi ađ þađ væri ì lagi þvì þau væru saman. Hann fòr ùr tjaldinu um morguninn til ađ nà ì veskiđ sitt sagđi mamma þvì hùn bađ hann um ađ fà ađ sjà ökuskìrteiniđ hans en hann kom ekkert aftur. Ég vona svo heitt ađ hann eđa einhver sem þekkir hann hafi samband.“

dv.is hvetur lesendur eindregið til þess að deila þessari frétt og myndinni af Dædu sem allra víðast svo draumur Borghildar um að fá að hitta blóðföður sinn rætist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Langflest vilja sjá ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun

Langflest vilja sjá ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins samkvæmt nýrri könnun
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Arkitekt um þéttingarreiti í Reykjavík: „Ekki skrýtið að fólk sé að upplifa kulnun og streitu“

Arkitekt um þéttingarreiti í Reykjavík: „Ekki skrýtið að fólk sé að upplifa kulnun og streitu“
Fréttir
Í gær

Segir Íslendinga hafa minni áhyggjur af öryggismálum en hinar Norðurlandaþjóðirnar

Segir Íslendinga hafa minni áhyggjur af öryggismálum en hinar Norðurlandaþjóðirnar
Fréttir
Í gær

Lögregla beitti rafbyssu á vopnaðan mann í gær – Fyrsta sinn sem það gerist

Lögregla beitti rafbyssu á vopnaðan mann í gær – Fyrsta sinn sem það gerist