fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Fréttir

10 milljónir vegna ferðar 74 presta og djákna til Þýskalands: Dómsmálaráðherra flytur ávarp

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 2. júní 2017 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

74 prestar og djáknar eru á leið til Þýskalands á vegum kirkjunnar en alls telur hópurinn 102 með mökum. Kostnaður vegna ferðarinnar er minnst 10 milljónir en kirkjumálasjóður greiðir minnst 100 þúsund með hverjum þátttakenda. Ferðin stendur yfir í fjóra daga en þann 6. júní verður þess minnst í Wittenberg í Þýskalandi að 500 ár eru liðin frá því að kaþólski munkurinn Marteinn Lúther negldi mótmælaskjal í 95 greinum á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg. Er sá gjörningur talinn marka upphaf siðabótarinnar. Til prestastefnunnar boðar Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.

Á Íslandi eru tæplega 150 starfandi prestar og ljóst að um helmingur presta verður ekki á landinu þessa daga. DV spurðist fyrir málið í vikunni og var í kjölfarið birt tilkynning á kirkjan.is. Þar segir að um fræðsluferð sé að ræða og sérstaklega tekið fram að kostnaðurinn vegna prestastefnunnar sé hinn sami og var á Ísafirði 2014. Segir að kostnaður sé innan ramma fjárhagsáætlunar kirkjumálasjóðs. Um ferðina segir:

„Þátttaka í ferðinni miðar að tengslamyndun við fræðimenn í Þýskalandi og auknum skilningi á siðbótinni í sögu og samtíð.“

Þegar DV spurðist fyrir um málið fengust þau svör að prestar myndu sjálfir greiða einn þriðja við kostnað eða um 50 þúsund krónur en þeir gætu sótt styrk fyrir þeirri upphæð meðal annars til stéttarfélaga en kostnaður kirkjumálasjóðs sé um 10 milljónir. Gerðar hafa verið ráðstafanir vegna fjarveru prestanna og segir í tilkynningu að:

„Afleysingar vegna fjarveru þeirra sem taka þátt eru skipulagðar í hverju prófastsdæmi og er leitað til eftirlaunapresta til þess að aðstoða við þær.“

Þá mun dómsmálaráðherra komast úr storminum sem geisað hefur eftir ákvörðun hennar við val á dómurum en Sigríður Á. Andersen mun flytja ávarp við setningu prestastefnunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?