fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

„Ef þér finnst gaman að stunda kynlíf þá áttu eftir að elska Ísland“

Greinarhöfundur bandarísks lífstílsvefs segir Íslendinga líta frjálsari augum á kynlíf en flestar aðrar þjóðir

Auður Ösp
Mánudaginn 8. maí 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Íslendingar búa við frjálslyndustu kynlífsmenningu í heimi, en þeir þurfa að gjalda fyrir það.“ Þannig er fyrirsögnin á grein Isabelle Kohn á bandaríska lífsstíls vefnum Rooster. Umfjöllunarefni greinarinnar er stefnumótamenning Íslendinga, eða öllu heldur skortur á henni.

„Ef þér finnst gaman að stunda kynlíf þá áttu eftir að elska Ísland. Þessi örsmáa Norðurlandaþjóð, sem er með færri íbúa en St. Louis býr við hvað mesta kynfrelsi á jörðinni,“ ritar greinarhöfundur. Segir hún að á ferðabloggum megi lesa endalausa vitnisburði um frjálslegt og afslappað viðhorf Íslendinga til kynlífs, semog stefnumótamenningu sem „byrjar á endanum.“ Með öðrum orðum, fólk sefur saman drukkið á fyrsta stefnumóti og ákveður í kjölfarið hvort það vilji taka sambandið lengra.

Hún segir Íslendinga stunda meira kæruleysiskynlíf („casual sex“) heldur en „nýskilin þriggja barna móðir með nýja brjóstastækkun.“ Íslendingar fari ekki á stefnumót, að minnsta kosti ekki sé stefnumótamenningin ekki sambærileg þeirri sem þekkist í Bandaríkjunum. Að mati greinarhöfundar hefur hin svokallaða kæruleysiskynlífsmenning [„casual sex culture“) yfirtekið alla stefnumótamenningu landans þar sem máltækið „kynlíf fyrst, nöfn seinna“ ráði ríkjum.

Þá segir Kohn að í raun hafi eiginleg stefnumótamenning, líkt og hún þekkist í Bandaríkjunum, aldrei verið til á Íslandi. Nefnir hún að í bókamenntaarfi Íslendinga, til að mynda í Paradísarheimt Halldórs Laxness ,megi finna sannanir fyrir því að Íslendingar hafi lengi vel ekki lagt sömu merkingu og aðrar þjóðir í orðið ást. Kynslóðirnar á undan hafi háð harða lífsbaráttu við erfiðar aðstæður þar sem markmiðið var einfaldlega að lifa af, ekki að finna hinn eina sanna lífsförunaut.

„Núna tvö hundruðum árum síðar er ástin,eins og Ameríkana þekkja hana, jafn sjaldgæf á Íslandi og sólarljós að vetri,“ ritar Kohn og bætir við að á Íslandi sé sárasjaldgæft að fólk hittist úti á götu, skiptist á símanúmerum og fari svo saman á dæmigert vandræðalegt stefnumót. Á Íslandi hitti fólk hvort annað á skemmtistað og fari síðan heim saman að stunda kynlíf. Eftir það sé ákveði fólk hvort þau ætli að halda áfram að hittast. Þannig velji Íslendingar framtíðarmaka ekki út frá sameiginlegum stjórnmálaskoðunum eða markmiðum í lífinu, heldur hversu góður viðkomandi er í rúminu.

Þá segir hún drykkumenningu Íslendingja spila stóran þátt, enda loki knæpur bæjarins ekki fyrr um hálf sex leytið á morgnana. Þá taki við ákveðin mökunarathöfn þar sem flestir fylgi fyrirfram skrifuði handriti. „Það er ósjálfrátt gert ráð fyrir að þú sért einhleyp/ur og til í tuskið ef þú ert ennþá á djamminu í Reykjavík á þeim tíma dagsins.“

„Hlutverk karla að veita konum ánægju“

Þá telur greinarhöfundur að það spili inn í kynlífsmenningu landsins hversu framarlega Íslendingar standa í jafnréttisbaráttunni. Kynlífið fari ekki eingöngu fram á forsendum karla. „Þvert á móti líta flestir á það konur bæði elski og vilji kynlíf og kunni að fá sínu fram í rúminu. Hlutverk karla er ekki síst það að veita konum ánægju.“

Þá heldur Kohn því fram að þar sem að íslenskar konur séu bæði frjálslyndar í kynlífi og fjárhagslega sjálfstæðar þá séu þær síður líklegar til að ganga í hjónaband. Á Íslandi sé mun algengara að fólk eignist barn fyrir giftingu og oftar en ekki líði mörg ár á milli.

Þá nefnir hún einnig ókostina sem hún segir fylgja hinna mjög svo frjálslyndu íslensku kynlífsmenningu. Til að mynda eigi Íslendingar Evrópumet í klamidíugreiningum. Þá glími margir þeirra glími við einmanaleika, enda skorti þá tilfinnalega nánd og hlýju sem ekki sé hægt að öðlast eingöngu með svokölluðu kæruleysiskynlífi.

Hún tekur þó fram að ekki sé hægt að alhæfa þessar staðreyndir um alla Íslendinga, heldur eigi þær fyrst og fremst við um ungu kynslóðina. Því ætti ekki að stimpla Ísland ósjálfrátt sem einhvers konar kynlífsparadís. „

Þó svo að Íslendingar séu frjálslyndari gagnvart kynlífi heldur en flestar aðrar þjóðir þá þýðir það ekki að þeir muni ósjálfrátt stökkva með þér upp í rúm, bara vegna þess að það er samfélagslega viðurkennt að njóta kynlífs,“ ritar hún og bætir við í lokin að viðhorf Íslendinga til valdeflingar kvenna eigi skilið meira lof heldur en viðhorf þeirra til frjálslegs kynlífs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Í gær

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy