fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ísland komið á heimskort skrifstofurisans Regus

Ísland er orðið hluti að víðfeðmu neti Regus sem býður viðskiptavinum sínum upp á tilbúnar skrifstofur og vinnuaðstöðu á yfir 3000 stöðum, í 900 borgum og 120 löndum út um allan heim

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 6. maí 2017 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er okkur mikið fagnaðarefni að vera orðin hluti af alþjóðlegu neti Regus,“ segir Tómas Hilmar Ragnarz, framkvæmdastjóri og eigandi Orange Project. „Fyrst og fremst mun þetta gera okkur kleyft að bæta og treysta þjónustuna við viðskiptavini okkar enn frekar auk þess sem erlendum fyrirtækjum opnast greiðari aðgangur að íslensku viðskiptalífi og sveigjanlegum skrifstofum hérna.“

Orange Project hefur í tæp þrjú ár verið leiðandi í útleigu á tilbúnu og sveigjanlegu skrifstofurými og fundarherbergjum til einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Fyrirtækið hefur gert samning við alþjóðlega stórfyrirtækið Regus, sem býður upp á samskonar þjónustu út um allan heim. Ísland er því komið á alheimskort Regus, sem opnar Íslendingum greiðan aðgang að tilbúnum skrifstofum í yfir 3000 starfsstöðvum, í 900 borgum og 120 löndum út um allan heim.

Regus er með þrjár milljónir viðskiptavina og nú opnast þeim aðgangur að skrifstofuhúsnæði á Íslandi og íslenskir viðskiptavinir Regus fá að sama skapi greiðan aðgang að aðstöðu Regus út um allan heim.

Mark Dixon, stofnandi og stjórnarformaður Regus segir kraftmikil nútímafyrirtæki þurfa að geta starfað hvar sem er í heiminum, hvenær sem þeim hentar og því fagni hann því að Ísland hafi bæst við Regus-netið sem teygi sig yfir 120 lönd.

„Hvort sem um er að ræða fjölþjóðleg fyrirtæki eða sprotafyrirtæki þá hefur þörfin fyrir sveigjanleika, snerpu og réttu staðsetninguna aldrei verið jafn mikilvæg og nú. Núna geta fyrirtæki á Íslandi og gestir á landinu gengið í hóp þriggja milljóna félaga í viðskiptasamfélagi Regus og notið allra þeirra kosta sem fylgja því að vera hluti af alþjóðlegu neti okkar með aðgangi að 3000 starfsstöðvum út um allan heim,“ segir Dixon.

Tengipunktur við norðurheimskautsbaug

Með samningnum við Regus hefur Orange Projcet einnig tryggt sér réttinn til þess að opna skrifstofuhótel undir merkjum Regus í Færeyjum og Grænlandi. „Við sjáum fyrir okkur að Ísland verði með þessu tengipunktur Ameríku og annarra Evrópulanda við norðurheimskautsslóðirnar og heiminn handan þeirra.“

Stórfyrirtæki eins og Apple og Google eru meðal viðskiptavina Regus og Tómas segist sjá fyrir sér að það geti auðgað íslenskt atvinnu- og viðskiptalíf að landið sé komið á heimskortið hjá Regus.

„Á Íslandi er mikill fjöldi af hámenntuðu og sérhæfðu fólki og við sjáum fyrir okkur að erlend fyrirtæki, sem vilji tengjast Íslandi og hagnýta sér legu landsins, geti opnað hér útibú og nýtt sér um leið mannauðinn sem er hér fyrir,“ segir Tómas.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu