fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Chaka Khan opnar Secret Solstice-tónlistarhátíðina í ár

Leynigestur hátíðarinnar í ár mun koma fram á opnunarhátíðinni

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drottning fönksins, Chaka Khan mun opna Secret Solstice-tónlistarhátíðina á veglegri opnunarhátíð sem haldin verður fimmtudaginn 15. júní, daginn áður en hátíðin hefst formlega. Verður þetta í fyrsta skipti sem sérstök opnunarhátíð er haldin fyrir hátíðina síðan hún var gangsett árið 2014. Á opnunarkvöldinu munu ásamt henni koma fram hin goðsagnakennda hljómsveit SSSól og stuðboltarnir í Fox Train Safari.

Leynigestur mætir á opnunarkvöldið

“Ég elska Chaka Khan og hef dreymt um að spila með henni alla ævi, það er ótrúlegur heiður að vera að hita upp fyrir hana á opnunarhátíð Secret Solstice,” segir sjálfur forsprakki sveitarinnar SSSÓL, Helgi Björnsson. Bætist þetta kvöld því við hina stórkostlegu dagskrá Secret Solstice sem inniheldur atriði á borð við Foo Fighters, The Prodigy, Rick Ross, Big Sean og fleiri.

Einnig mun ameríski indíáninn og listamaðurinn JoaqoPelli blessa hátíðarsvæðið fyrir viðburðinn þannig að hátíðargestir geta skemmt sér á vernduðu svæðinu undir miðnætursólinni. Mikla athygli vakti það þegar Shaman Duran, andlegur leiðtogi frá Bandaríkjunum opnaði hátíðina árið 2015 en hann lagði blessun sína á hátíðarhöldin og uppskar mikinn fögnuð hátíðargesta.

Sú hefð hefur tekið sér bólfestu hjá skipuleggjendum Secrte Solstice að tilkynna leynigest ár hvert og verður að sjálfsögðu engin undantekning á því í ár. Í fyrra var það Sister Sledge og árið fyrir það var það Busta Rhymes en atriðið verður ekki tilkynnt fyrr en daginn sem opnunarhátíðin fer fram. Því er það mikil ánægja að tilkynna að leynigestur hátíðarinnar í ár mun koma fram á þessari opnunarhátíð.

Aðeins 200 miðar í boði

Eins og áður hefur komið fram mun opnunarhátíðin fara fram 15. júní og bætist það kvöld því við tónlistarhátíðina sjálfa, hátíðargestum að kostnaðarlausu. Hinsvegar verður mjög takmarkað upplag af miðum sem gilda einungis á opnunarhátíðina. Munu þeir miðar kosta 5.900 krónur á meðan þeir fást en aðeins verða 2.000 slíkir miðar í boði. Þá verður hægt að kaupa eftir klukkan 11:00 á morgun, 13. apríl í gegnum miðasöluvef tix.is.

Miðar á tónlistarhátíðina sjálfa fást á heimasíðunni tix.is og secretsolstice.is.

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana