fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Fjögurra ára fangelsi fyrir gróft ofbeldi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 24 ára karlmann í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, hótanir og kynferðisbrot gegn sambýliskonu sinni.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, föstudaginn 5. febrúar í fyrra, svipt konuna frelsi á heimili þeirra. Samkvæmt ákæru veittist maðurinn að konunni og sló hana ítrekað hnefahöggum í síðuna og höfuðið, reif í hár hennar, tók hana hálstaki og sparkaði ítrekað í síðu hennar og fætur þar sem hún lá á gólfinu.

Á meðan á þessu stóð hótaði hann henni ítrekað lífláti og meinaði henni útgöngu úr íbúðinni, samkvæmt ákæru. Þá lét hann konuna girða niður um sig og skoðaði kynfæri hennar og rass með vasaljósi auk þess sem hann tók mynd af kynfærum hennar, að því er segir í ákæru málsins.

„Í kjölfar ofbeldis þess sem að framan er lýst og á meðan á frelsissviptingunni stóð, þvingaði ákærði X til munnmaka og endaþarmsmaka og beitti hana þannig ofbeldi og ólögmætri nauðung. Af öllu þessu hlaut X mar á höfði, bæði á enni og í hársvörð, eymsli víða um líkamann og jaxl brotnaði í efri gómi vinstra megin auk þess sem ákærði móðgaði og smánaði X með háttseminni,“ segir í ákæru.

Maðurinn neitaði sök að mestu en játaði þó að hafa ráðist á konuna. Kvaðst maðurinn hafa verið undir miklum áhrifum áfengis og fíkniefna þennan dag og ekki munað eftir að hafa beitt konuna frekara ofbeldi, þó hann gæti ekki útilokað það.

Maðurinn var sem fyrr segir dæmdur í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi, en til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt til frá 7. febrúar í fyrra. Þá var honum gert að greiða konunni þrjár milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum