fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Atli Rafn rekinn viku fyrir frumsýningu: Sakaður um kynferðislega áreitni – „Við bara viljum ekki tala við ykkur“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 19. desember 2017 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Rafn Sigurðarson hefur verið rekinn úr Borgarleikhúsinu, í það minnsta tímabundið. Samkvæmt heimildum DV tengist brottreksturinn nafnlausum ásökunum þar sem Atli hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, en þær voru settar fram í lokuðum hópi á Facebook. Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri hefur verið á flótta og neitar að svara DV. Atli Rafn átti að leika burðarhlutverk í sýningunni Medea, sem átti að frumsýna strax eftir jól. Þeirri sýningu verður frestað.

Sýningu frestað

DV hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Kristínu Eysteinsdóttur leikhússtjóra. Blaðamanni var ávallt tjáð að hún væri upptekin eða á fundi. Ritstjóri og blaðamaður DV mættu á skrifstofu Borgarleikhússins og var Kári Gíslason skipulagsstjóri sendur í hennar stað til að ræða málið. Þegar Kári var spurður hvort Atli Rafn starfaði í leikhúsinu sagðist hann ekki getað tjáð sig um málið. Hann gat þó svarað játandi ef hann var spurður um aðra leikara. Kári sagði að málið yrði upplýst í fyllingu tímans en að öllum líkindum yrði sýningu á Medea frestað.

„Kristín veit að þið eruð að reyna að ná í hana. Við höfum ekkert um málið að segja,“ sagði Kári við blaðamenn.

Vitið þið um hvað við viljum ræða?

„Nei. Við höfum ekkert um málið að segja.“

Af hverju viljið þið ekki tala við okkur?

„Við bara viljum ekki tala við ykkur. Við bara höfum ekkert um málið að segja.“

Skiptar skoðanir um brottreksturinn

Heimildir DV herma að í lokuðum hópi íslenskra kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð hafi fjöldi kvenna stigið fram og sagt sögur af reynslu sinni af Atla Rafni. Konur innan hópsins hafa sagt í samtali við DV að Atli Rafn hafi verið meðal þeirra sem komu einna oftast fram í sögum. Allar sögurnar voru síðar birtar í fjölmiðlum en þó án nafna geranda og þolanda.

Heimildir DV herma að mjög skiptar skoðanir séu um brottrekstur Atla Rafns meðal íslenskra leikara. Sumir telja full hart að reka hann svo skyndilega meðan sögur um hann séu óstaðfestar.

Aðrir telja þetta sýna að stjórnendur leikhússins taki #metoo byltinguna alvarlega. Allir þeir sem DV hefur rætt við innan geirans segja að Atli Rafn hafi verið rekinn á staðnum og telja þeir það merki um alvarleika málsins. Þeir bera málið saman við mál Þóris Sæmundssonar sem var rekinn úr Þjóðleikhúsinu fyrir að senda typpamyndir á ungar stúlkur. Heimildarmenn hafa orð á því að Þórir hafi ekki verið rekinn fyrr en faðir stúlku hafði samband við leikhúsið.

Atli Rafn átti auk þess að leika í Rocky Horror sem verður frumsýnt í mars og gefst því meiri tími til að skipta honum út.

Í haust lék hann eitt aðalhlutverkið í Kartöfluætunum og fékk hann glymjandi dóma fyrir leik sinn. „Túlkun Atla Rafns Sigurðarsonar á Mikael er í einu orði sagt stórkostleg. Atli Rafn nær öllum töktum hins siðlausa fíkils sem spilar ýmist á sjarmann eða vorkunnsemina til að fá sínu framgengt,“ segir í leikdómi sem birtist í Morgunblaðinu.

Neita að svara DV

Mikið uppnám er í Borgarleikhúsinu. Þá starfar Brynhildur Guðjónsdóttir barnsmóðir Atla einnig í Borgarleikhúsinu. Leikhússtjóri, starfsmenn og leikarar hafa neitað að svara DV.

Blaðamenn DV urðu fljótlega þess áskynja að leikhússtjóri væri á flótta og ætlaði sér ekki að svara fjölmiðlinum. Blaðamenn fóru upp í Borgarleikhús og óskuðu eftir að ræða við Kristínu leikhússtjóra. Hún vildi ekki ræða við DV og sendi eins og áður segir Kára Gíslason til að tilkynna að hún myndi ekki ræða við blaðamenn DV. Var Kára bent á að reglulega sendi Borgarleikhúsið fréttatilkynningar um frumsýningar og slíkum umfjöllunum væri tekið fagnandi en nú þegar upp væri komið mál sem væri óþægilegt væru allir á flótta.

Mér myndi finnast sanngjarnt að fá að vita af hverju þið viljið ekki ræða við okkur nú þegar um óþægilegt mál er að ræða fyrir ykkur.

„Ég býst fastlega við því að þá muni þetta koma, en sem stendur viljum við ekki tjá okkur um þetta. Við höfum ekkert um málið að segja.“

Er von á yfirlýsingu?

„Væntanlega kemur það í fyllingu tímans. Eins og Vigdís Hauksdóttir sagði, þá er strax teygjanlegt hugtak,“ svaraði Kári.

Er Atli Rafn við? Er hann að vinna hérna enn þá?

„Ég hef ekkert um málið að segja?“

Nú er ég að spyrja, get ég fengið að ræða við Atla Rafn?

„Ég held að sé ekki æfing.“

En vinnur hann hérna í Borgarleikhúsinu?

„Ég vil bara ekki tjá mig um það.“

En ef það kemur fólk og spyr eftir honum, svarið þið þá að það sé ekki sýning? Er Atli starfsmaður leikhússins, þið hljótið að geta svarað því.

„Ég vil ekki tjá mig um það.“

Er Brynhildur Guðjónsdóttir starfsmaður hérna.

„Já. Hún er það.“

En Atli Rafn, er hann starfsmaður hérna?

„Ég veit að þetta hljómar mjög kjánalega en það er ekki æfing.“

Verður jólaleikritið sýnt sem átti að sýna eftir viku.

„Það er mjög líklegt að því verði frestað.“

DV hefur síðastliðinn sólarhring ítrekað reynt að ná tali af Atla Rafni, bæði í gegnum síma og Facebook, en án árangurs.

Uppfært: Í fréttinni var sagt að sonur Atla starfaði einnig í Borgarleikhúsinu. Það er rangt. Hann starfar ekki þar lengur og hefur frétt verið breytt í samræmi við það.

Uppfært kl. 13:30: Borgarleikhúsið hefur sent fjölmiðlum stutta yfirlýsingu vegna málsins. Þar er Atli Rafn ekki nefndur á nafn.

Vegna umfjöllunar um frestun frumsýningar leiksýningarinnar Medeu vill Borgarleikhúsið koma eftirfarandi á framfæri.

Ástæðan fyrir frestuninni eru breytingar á leikarahópi Medeu en einum af aðalleikurunum í sýningunni hefur verið sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu. Ákvörðun um uppsögnina var vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur og leikhússtjóri voru einhuga um ákvörðunina.

Varðandi Medeu, sem átti að frumsýna þann 29. desember, þá verður ný dagsetning tilkynnt síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“