Úthlutuðu 17,5 milljónum á síðasta kjörtímabili – Björt tæmdi næstum skúffuna
Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar úthlutuðu rúmlega 17 milljónum af skúffufé sínu til ýmissa mála það sem af er þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var gjafmildasti ráðherrann, en hún úthlutaði alls 3,3 milljónum króna. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigríður Á. Andersen og Jón Gunnarsson úthlutuðu engu skúffufé og rennur féð því aftur í ríkissjóð.
Hinsegin dagar 2017 fengu stuðning frá sex af ellefu ráðherrum, nam stuðningurinn samtals 1.350.000 krónum, hæsta upphæðin til Hinsegin daga kom frá Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra, eða 350.000 krónur.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra gaf fyrir minnstu upphæðirnar, gaf hann meðal annars Íþróttasambandi lögregluþjóna og Orator, félagi laganema við Háskóla Íslands 30 þúsund krónur í styrk. Þorsteinn Víglundsson var gjafmildastur, en hann gaf Hugarafli og söfnunarátakinu „Á allra vörum“ eina milljón í styrk.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var slitið kvöldið 14. september síðastliðinn. Áður en ríkisstjórninni var slitið höfðu ráðherrarnir samanlagt útdeilt rúmlega 8,5 milljónum króna. Nú þegar ríkisstjórnin hefur lokið störfum og ný tekin við kemur í ljós að ríkisstjórnin notaði alls 17,5 milljónir króna af skúffufénu, eða rúmlega 9 milljónum króna eftir að ríkisstjórninni var slitið.
Ríkisstjórnin í ár er ekki jafn gjafmild og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem útdeildi 31 milljón á árinu 2016 og alls 118 milljónum króna á kjörtímabilinu 2013 til 2016. Ráðherrar hafa samanlagt úr 40 milljónum króna úr að moða á ári, engar samræmdar reglur eru í gildi um hvernig úthluta á þessu fé. Ráðherrarnir hafa þó ekki allir sömu upphæðina til að deila út, Kristján Þór Júlíusson hafði á síðasta kjörtímabili 6 milljónir króna. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir höfðu 4,4 milljónir hvor. Sigríður Á. Andersen og Jón Gunnarsson höfðu 3,75 milljónir hvort. Guðlaugur Þór Þórðarson hafði 3,5 milljónir í utanríkisráðuneytinu. Óttarr Proppé og Þorsteinn Víglundsson höfðu 3,4 milljónir hvor. Björt Ólafsdóttir og Benedikt Jóhannesson höfðu 2,8 milljónir hvort og Bjarni Benediktsson 2,5 milljónir. Björt komst næst því að tæma skúffuna, en það munaði rétt rúmlega 10 þúsund krónum.
Elfar Logi Hannesson, leiklistarhátíðin Act alone. 200.000 kr.
Hollvinafélag Húna II, viðhald og varðveisla. 500.000 kr.
Önnur verkefni: kr. 550.000
Samtals fyrir stjórnarslit: kr. 1.200.000
Samtals: kr. 1.250.000
Reykjavík Runway, kynning á íslenskri hönnun kr. 100.000
Vinir Árnastofnunar kr. 500.000
Á allra vörum, styrktarsjóður. Kvennaathvarfið. kr. 500.000
Önnur verkefni kr. 650.000
Samtals fyrir stjórnarslit: kr. 450.000
Samtals: kr. 1.750.000
Kvikmyndahátíð í Reykjavík/Stockfish Film Festival kr. 350.000
Ólafur Sveinsson, vegna dagskrár í tilefni 10 ára afmælis Kárahnjúkavirkjunar kr. 300.000
Reykjavík Runway, kynning á hönnun í New York kr. 200.000
Einar Karl Jónsson, samstarfsverkefnið Jaki kr. 500.000
Hjartavernd, umhverfisvæn frystitækni kr. 500.000
Á allra vörum, gerð auglýsinga um akstur utan vega kr. 39.400
Önnur verkefni: kr. 950.000
Samtals fyrir stjórnarslit: kr. 950.000
Samtals: kr. 2.789.400
Einstök börn, stuðningsfélag. Styrkur til að styðja við fjölskyldur barna með sjaldgæfa sjúkdóma kr. 50.000
Orator, félag laganema. Styrkur vegna útgáfu hátíðarrits kr. 30.000
Íþróttasamband lögreglumanna. Styrkur átaksins „eftir einn ei aki neinn“ kr. 30.000
Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga kr. 50.000
Önnur verkefni: kr. 450.000
Samtals: kr. 610.000
Síðasta haustið. Styrkur vegna heimilarmyndar kr. 400.000
Sýsla ehf., útgáfa spilsins My country kr. 300.000
Ævintýrakistan. Útvarpsleikrit kr. 200.000
Samtök atvinnulífsins, hvatningarverðlaun jafnréttismála kr. 200.000
Tímarit Lögréttu, útgáfa tímarits kr. 100.000
Orator, félag laganema. Norrænt samstarf kr. 100.000
Önnur verkefni: kr. 1.530.000
Samtals fyrir stjórnarslit: kr. 2.200.000
Samtals: kr. 2.830.000
Skákfélagið Hrókurinn, Skákhátíð í Árneshreppi kr. 300.000
Ljósmál. Heimildarmynd kr. 300.000
Rakel Garðarsdóttir, þátttaka á ráðstefnunni World Food Summit í Kaupmannahöfn kr. 150.000
Hjólafærni á Íslandi, hjólaviðgerðir með hælisleitendum kr. 50.000
Félag heyrnarlausra, vegna starfsemi félagsins kr. 150.000
WSI GBP 2200 kr. 301.202
Önnur verkefni: kr. 1.200.000
Samtals fyrir stjórnarslit: kr. 1.450.000
Samtals: kr. 2.651.202
Á allra vörum kr. 1.000.000
Hugarafl kr. 1.000.000
Stígamót kr. 220.000
Önnur verkefni: kr. 600.000
Samtals fyrir stjórnarslit: kr. 350.000
Samtals: kr. 2.820.000
Félag heyrnarlausra, vegna greiningarvinnu um geðheilbrigði heyrnarlausra kr. 200.000
Félag fagfólks um átraskanir v/norrænnar ráðstefnu á Íslandi kr. 200.000
Vinaskákfélagið v/starfs í þágu fólks með geðraskanir kr. 250.000
Önnur verkefni: kr. 2.105.000
Samtals fyrir stjórnarslit: kr. 1.255.000
Samtals: kr. 2.755.000
Kastljós tók saman upplýsingar um ráðstöfunarfé ráðherra sumarið 2007 og fékk á sig nokkra gagnrýni. Þar kom fram að ráðherrar hefðu margir hverjir tæmt skúffurnar í eigin kjördæmum fyrir kosningarnar 2007. Össur Skarphéðinsson sendi Kastljósi kaldar kveðjur í bloggfærslu seint á laugardagskvöldi í júlí og sagði fréttamennina „djúpkafara í skandalaleit“. Björn Bjarnason var ósáttur við að ráðstöfunarféð væri kallað skúffufé og sagði þá nafngift gefa til kynna að um eitthvert pukur væri að ræða.“
Gunnar Bragi Sveinsson, þáverandi utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, úthlutaði 950 þúsund krónum af skúffufé á síðasta degi sínum í utanríkisráðuneytinu í apríl 2014. Daginn eftir tók hann við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Styrkti hann meðal annars þjóðdansahóp, leikhús á Ísafirði og Landgræðsluna.
Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra Framsóknarflokksins, útdeildi styrkjum fyrir 350 þúsund krónur á síðustu dögum ársins 2016. Fyrir áramót hafði hún sagt að hún ætlaði að geyma skúffufé fyrir næsta ráðherra en þar sem stjórnarmyndunarviðræður drógust á langinn hafi hún ákveðið að deila út fénu þar sem ný heimild tæki gildi um áramótin.
Í byrjun árs 2016 fékk Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, styrk frá tveimur ráðherrum Framsóknarflokksins vegna kvikmyndaverkefnis á Grænlandi. Árni Johnsen vildi ekki gefa upp hver stæði að þessu verkefni með honum á sínum tíma. Kvikmynd Árna er ekki komin út.