fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ásmundur Einar sakaður um innbrot af föðurbróður: „Ekki á mínum snærum“

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 8. desember 2017 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra er sakaður af Skúla Einarssyni, föðurbróður sínum, um að hafa brotist í þrígang inn í íbúðar- og útihús á jörðinni Lambeyrum í Dölum fyrr á þessu ári. Innbrotin eru sögð tengjast deilum um jörðina og íbúðarhús á henni.

Stundin greinir frá þessu. DV gerði tilraun til að bera þessar ásakanir undir Ásmund Einar en slökkt var á síma hans. Í tölvupósti til Stundarinnar segir Ásmundur Einar að málið sé sorgarsaga og vísaði á föður sinn, Daða Einarsson. „Það sem við kemur þessari sorglegu erfðadeilu er ekki á mínum snærum. Til að fá upplýsingar þá bendi ég þér á að hafa samband við föður minn,“ er haft eftir Ásmundi Einar.

Skúli fullyrðir í viðtali við Stundina að lögregla hafi staðið Ásmund Einar að verki í eitt skipti. „Lögreglan stóð þá feðga Ásmund og Daða að innbroti þann 18. mars í íbúðarhús sem fylgdi Lambeyrum á nauðungarsölunni. Alls höfum við tilkynnt til lögreglu 3 innbrot í íbúðarhúsið ásamt 3 innbrotum í útihús sem fylgdu jörðinni. Ég stóð Ásmund að verki í einu af þessum innbrotum í útihúsin. Það tilkynnti ég strax til lögreglu,“ segir Skúli í samtali við Stundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti