Venju samkvæmt hafa margir látið til sín taka á samfélagsmiðlum vegna myndunar ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Miklar umræður hafa átt sér stað á Fésbókinni, Biggi lögga er til að mynda ánægður með áherslur ríkisstjórnarinnar í löggæslumálum en Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi er ekki sáttur við stefnuna í skattamálum. Þá eru margir ósáttir við að Sigríður Andersen verði áfram dómsmálaráðherra, sagði Smári McCarthy þingmaður Pírata m.a.: „Sigríður Á Andersen heldur áfram sem dómsmálaráðherra. Þá er augljóst að nýja ríkisstjórnin muni viðhalda þöggunarmenningunni og ómannúðlegri stefnu gagnvart útlendingum, með ráðherra í dómsmálaráðuneytinu sem hefur ítrekað talað gegn kvenréttindum. Það er undarleg niðurstaða að ríkisstjórn undir forystu VG verði andstæðingur feminisma og mannréttinda.“
Hér að neðan má sjá brot af umræðunni á Twitter undanfarinn sólarhring eða svo.
Þriggja flokka ríkisstjórn hefur aldrei lokið heilu kjörtímabili hér á landi. Hins vegar er ég afar spenntur fyrir þessari ríkisstjórn, og þá sérstaklega spenntur að sjá Katrínu sem forsætisráðherra
— Bjarni Hallfreðsson (@BjarniThorarinn) November 30, 2017
Til hamingju Katrín Jakobsdóttir með að vera fyrsti sósíalistinn og fyrsti græninginn til að leiða ríkisstjórn Íslands.
— Sigurgeir Ingi (@SigurgeirIngi) November 30, 2017
Það er engin tilviljun að akkúrat þessi ríkisstjórn skapast í núverandi umhverfi. Samræðustjórnmál" eru ágæt upp að vissu marki en ég sakna þess að stjórnmálamenn þori að vera í pólitík.
Málamiðlun getur alveg verið kölluð útvötnun.
Miðjan er ekki alltaf best. Sjá Framsókn.
— Sigurður O. (@SiggiOrr) November 30, 2017
Nú er eins gott að Bjarni og Sigurður Ingi æfi sig í að smala köttum. Ekki veitir af enda strax komnir tveir VG villikettir. #jóhannasig
— Guðmundur Karl (@gudmundurkarl) November 29, 2017
Hversu gott er að búa í landi þar sem Guðni er forseti. Dagur borgarstjóri og Kata Jak forsætisráðherra. Næstum fullkomið. Þurfum bara að skipta um í 210. Það er klárlega næst á dagskrá.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) November 29, 2017
Tveir jákvæðir punktar varðandi ákvörðun @Vinstrigraen og @katrinjak að mynda stjórn með @sjalfstaedis og @framsokn:
1. Kemur í veg fyrir bull stjórn með popúlistum; og
2. VG getur sannað sig sem flokkur í stjórn þegar Ísland er ekki í alveg í ruglinu.— Eirikur Ragnarsson (@eikonomics_eiki) November 30, 2017
Það er engin tilviljun að akkúrat þessi ríkisstjórn skapast í núverandi umhverfi. Samræðustjórnmál" eru ágæt upp að vissu marki en ég sakna þess að stjórnmálamenn þori að vera í pólitík.
Málamiðlun getur alveg verið kölluð útvötnun.
Miðjan er ekki alltaf best. Sjá Framsókn.
— Sigurður O. (@SiggiOrr) November 30, 2017
Mikið áfall fyrir þjóðina að Willum sé ekki ráðherra. Framsókn að sýna ákveðna vanhæfni í því að velja Ásmund framyfir Willum
— Einar Gudnason (@EinarGudna) November 30, 2017
Held að Katrín Jakobsdóttir sé búin að fatta að sama hvernig kosningar fara enda XD og XB í ríkisstjórn. Er þá ekki betra að vera forsætisráðherra þeirrar ríkisstjórnar og ná sínum málum í gegn?
— Sigurgeir Ingi (@SigurgeirIngi) November 30, 2017
Það jákvæða við þessa ríkisstjórn er að ég get haldið áfram að hneykslast á dómsmálaráðherranum Sigríði Á Andersen, sem er einmitt mín uppáhaldsiðja.
— Gudda stál (@GuddaSva) November 30, 2017