Breska dagblaðið Guardian segir að Katrín Jakobsdóttir geti loks komið á pólitískum stöðugleika á Íslandi í kjölfar tíðra ríkisstjórnarskipta og hneykslismála.
Í umfjöllun Guardian, sem skrifuð er af Jon Henley sem komst nýverið í fréttirnar hér á landi vegna samstarfs síns við Stundina við birtingu gagna um viðskipti og tengsl Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins við Glitni, kemur fram að Katrín sé einn traustverðasti stjórnmálamaður Íslands.
Kemur fram að Katrín leggji áherslu á aukin útgjöld til heilbrigðismála, menntamála og innviða, sem og að viðhalda stöðugleika í efnahagsmálum, auka jafnrétti kynjanna og auka réttindi hinsegin fólks.
Rifjar Guardian jafnframt upp mál tengd uppreist æru sem urðu til slita síðustu ríkisstjórnar og viðskipti Bjarna sem fjallað var um í haust, er í kjölfarið tekið fram að Bjarni verði fjármálaráðherra í nýju ríkisstjórninni.