DV rifjar upp þung orð sem hafa fallið milli verðandi samherja í ríkisstjórn
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hafa látið þung orð falla hverjir um aðra í gegnum tíðina enda yst á hvorum ás stjórnmálanna. Ef verðandi ríkisstjórnarsamstarf flokkanna á að ganga vel verða menn að vera tilbúnir til þess að fyrirgefa og gleyma. DV gróf upp nokkur ummæli flokksmanna í ræðu og riti.
„En það er nú samt þannig að þeir stjórnmálamenn sem tala hvað hæst og mest um stöðugleika eru einmitt þeir sem síst hafa efni á því. Eða hvað þykjast þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins geta sagt kjósendum um pólitískan stöðugleika? Þetta er flokkurinn sem leiddi hrunstjórnina, sat í Panamastjórninni og leiddi nú síðast þá stjórn sem starfaði svo stutt að ekkert nafn hafði fundist á hana.“
Setningarræða landsfundar VG, 6. október 2017
„Fyrir aðra flokka er Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Bjarna Benediktssonar líkt og hættulegur smitberi spillingar, sérhagsmuna, hagsmunagæslu, leyndarhyggju, frændhygli, græðgi og óstjórnar. Það kemur enginn nálægt honum nema með töngum.“
Bvg.is, 13. október 2017
„Við viljum mynda vinstristjórn, félagshyggjustjórn, sem fer af stað með sterka uppbyggingaráætlanir fyrir landið og velferðarkerfið og ég sé ekki að það verði auðvelt að koma því af stað með Sjálfstæðisflokknum, sem er eins og kunnugt er fatlaður og getur ekki aflað tekna.“
Framboðsfundur á Akureyri, 10. október 2017
„Mér finnst samstarf með Sjálfstæðisflokknum afleitur kostur og hefur alltaf fundist. Ekki síst eftir þessar kosningar.“
Facebook, 7. nóvember 2016
„Okkur gefst nú einstakt tækifæri til að sýna í verki hver skoðun okkar er á stjórnarháttum Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur meira eða minna haldið um valdataumana síðustu áratugi og skapað þá menningu samtryggingar og leyndarhyggju sem við getum nú gengið á hólm við. Og þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer nú að tala um stöðugleika og nauðsyn þess að hafa styrka forystu, vil ég biðja ykkur að hafa í huga að síðustu þrjár ríkisstjórnir sem hann hefur átt aðild að hafa hrökklast frá völdum.“
Grein í Fréttablaðinu, 20. september 2017
„Kæru vinstrimenn. Ekki leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda. Við í VG ætlum a.m.k. ekki að gera það. Getum við farið að tala um framtíðina og sent Sjálfstæðisflokkinn í frí að eilífu?“
Facebook, 21. september 2017
„Steingrímur J. fór mikinn eftir hrun og vildi setja fjóra fyrrverandi ráðherra í fangelsi og beitti sér fyrir því. Honum tókst að koma einum fyrir Landsdóm og er kostnaður skattgreiðenda af því vel á annað hundrað milljónir.“
Grein á Pressunni, 21. september 2011
„Í dag mælist VG hins vegar stærsti flokkurinn og að óbreyttu verður mynduð vinstri stjórn innan fárra vikna undir forystu VG með Samfylkingunni og Pírötum. Í samræmi við það hefur flokkurinn boðað mörg hundruð milljarða ný útgjöld næstu árin sem sækja á í vasa skattgreiðenda.“
Facebook, 4. október 2017
„Einhvers staðar sá ég að fylgi VG væri á flugi. Flokkar eins og VG eru í öðrum löndum jaðarflokkar sem eru að berjast við að ná 5% fylgi til að koma manni á þing. Þótt formaður VG sé afar geðsleg kona og margt gott fólk þar innanborðs er stefna flokksins alltaf jafnslæm og skaðleg. Þá er flokksmönnum einkar lagið að taka alltaf ranga ákvörðun þegar miklir þjóðarhagsmunir eru undir.“
Grein á Pressunni, 19. október 2016
„Fólk hræðist skattahækkanir VG og dýrðar sig á andúð þeirra á miðaldra karlmönnum sem er púkaleg afstaða gegn þeim hópi sem er öll reynslan á vinnumarkaði.
VG er með hallærislega skoðun á karlmönnum.“
Facebook, 12. október 2017