Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svarar fyrir sig á Facebook-síðu sinni en líkt og DV greindi frá fyrr í dag skaut Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, nokkuð hörðum skotum á hann á sama vettvangi. Helgi Hrafn sagði að Brynjar gæti varla gagnrýnt Pírata fyrir afstöðuleysi á þingi meðan hann hafi ekki lagt nokkuð mál fram á Alþingi.
„Sé að vinur minn, Helgi Pírati, er viðkvæmur fyrir því að ég skyldi deila pistli Björn Bjarnasonar um slægleg vinnubrögð Pírata á þinginu, lítið framlag í nefndarstörfum og afstöðuleysi þeirra til þingmála. En Helgi metur framlag þingmanna eftir þvi hvað lögð eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. Hann hefur greinilega aldrei starfað í stjórnarmeirihluta og veit ekki hvað felst í formennsku í þingnefndum. Ég hef bara eitt ráð til Helga. Kynntu þér málin sem eru til meðferðar og taktu afstöðu til þeirra áður en þú kæfir okkur hin endalausum fyrirspurnum um ekki neitt,“ segir Brynjar.