fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Þess vegna hefur Donald Trump aldrei drukkið áfengi

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 28. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið gagnrýndur fyrir ýmislegt í gegnum tíðina en eitt verður þó ekki tekið af honum. Trump, sem er 72 ára, hefur alla tíð verið bindindismaður og aldrei svo mikið sem reykt sígarettu.

Donald Trump átti bróður, Fred Trump, sem lengi barðist við Bakkus. Hann lést árið 1981, 43 ára að aldri, eftir langa baráttu við alkóhólisma. Fred, sem var flugmaður, lagði hart að bróður sínum að falla ekki í sömu gryfju og hann og hvatti hann til að láta áfengið eiga sig. Trump var 35 ára þegar bróðir hans lést.

Trump sagði frá þessu á blaðamannafundi í Washington í viknni þegar hann ræddi þá grafalvarlegu stöðu sem komin er upp í fíkniefnamálum í Bandaríkjunum. Sífellt fleiri láta lífið af völdum harðra fíkniefna og er raunar talað um faraldur í þeim efnum.

„Ég átti bróður, Fred, – frábær gaur, myndarlegur og frábær persónuleiki, miklu betri persónuleiki en ég,“ sagði Donald Trump. „En hann átti við vandamál að stríða. Hann átti í vanda með áfengið og hann sagði ítrekað við mig „ekki drekka, ekki drekka“. Hann var töluvert eldri en ég og ég hlustaði á hann enda bar ég virðingu fyrir honum.“

Donald sagði að bróðir hans hafi einnig lagt hart að honum að snerta ekki tóbak. „Ég hef aldrei drukkið áfengi og ekki einu sinni langað til þess, ég hef engan áhuga á því. Hann hjálpaði mér. Ég hafði einhvern sem gat leiðbeint mér. Líf hans var mjög, mjög erfitt vegna áfengisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp