fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Stöðvuðu 17 ára stúlku við akstur

Auður Ösp
Sunnudaginn 8. október 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um sex leytið í morgun hafði lögreglan afskipti af ökuréttindalausum ökumanni á Háteigsvegi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar.

Ökumaðurinn sem stöðvaður var reyndist vera unglingsstúlka en hún hafði aldrei öðlast ökuréttindi þar sem hún er rétt tæplega 17 ára gömul.

Um fimm leytið í nótt var tilkynnt um tónlistarhávaða berast frá íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 107. Var slökkt á tónlistinni um leið og lögreglan mætti á vettvang.

Um það bil hálftíma síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs vegna manns sem hafði orðið fyrir líkamsárás í miðborginni. Hafði hann m.a. verið laminn í andlitið með flösku þannig að hann hlaut skurð á höfðinu. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu og sjúkralið bar að. Árásarþolinn var fluttur á slysadeild LSH í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar.

Um átta leytið í morgun var karlmaður handtekinn vegna þjófnaðar úr bifreið í hverfi 109. Hafði hann verið þar í félagi við tvo aðra menn sem voru að ganga á milli bifreiða til þess að kanna hvort þær væru ólæstar. Karlmaðurinn fór inn í bifreið sem var ólæst og tók þaðan nokkra muni. Var hann handtekinn skammt frá vettvangi og var hann færður á lögreglustöð til skýrslutöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins
Fréttir
Í gær

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi

Ferðamenn nefna stærstu mistökin sem þeir gerðu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“

Brynjar gagnrýnir ÍSÍ harkalega – „ÍSÍ og Lárus Blöndal bregðast foreldrum og iðkendum Aþenu“