fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
Fréttir

Maðurinn sem bjó til „like“-hnappinn með athyglisverða játningu

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 6. október 2017 15:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Justin Rosenstein er nafn sem ef til vill hringir ekki mörgum bjöllum hjá fólki þó milljarðar manna noti uppfinningu hans frá degi til dags. Rosenstein þessi var hugbúnaðarverkfræðingur hjá Facebook á árdögum þessa vinsælasta samfélagsmiðils heims og er maðurinn sem þróaði „like“-hnappinn vinsæla.

Í viðtali við breska blaðið Guardian varpar Rosenstein athyglisverðri játningu. Hann segir að hann noti ekki lengur smáforrit í snjallsímum af þeirri ástæðu að þau eru of ávanabindandi.

Í viðtalinu segir hann að samfélagsmiðlar, smáforrit og annar hugbúnaður í símum, spjaldtölvum og fartölvum sé jafn ávanabindandi og heróín. Þau hafi slæm áhrif á heilastarfsemi fólks og skerði meðal annars einbeitingarhæfni.

Rosenstein hefur sjálfur gripið til ráðstafana, sjálfum sér til hagsbóta ef svo má segja. Fartölvan hans er þannig sett upp að hann getur ekki farið á Reddit, hann er hættur á Snapchat og þá eru takmörk fyrir því hversu miklum tíma hann getur varið á Facebook. Þá er síminn hans þannig stilltur að hann getur ekki sótt ný öpp, eða smáforrit eins og þau eru gjarnan kölluð.

Í viðtalinu lætur hann að því liggja að stjórnvöld þurfi að grípa inn í og setja fyrirtækjum og framleiðendum smáforrita þrengri skorður. Í raun vill hann að þau lúti sömu lögmálum og tóbaksfyrirtækin hvað varðar auglýsingar. Lokamarkmiðið yrði að takmarka þann skaða sem þau geta valdið, líkt og í tilfelli tóbaksfyrirtækjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sagt upp á jólunum

Sagt upp á jólunum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Björguðu augum félaga síns með snarræði

Björguðu augum félaga síns með snarræði
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mummi með umdeilda færslu um IceGuys – „Fullorðnir menn að taka sexapílið á táningsstelpur….?“

Mummi með umdeilda færslu um IceGuys – „Fullorðnir menn að taka sexapílið á táningsstelpur….?“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Snorri segir ýmislegt benda til þess að samstarfið geti súrnað hratt

Snorri segir ýmislegt benda til þess að samstarfið geti súrnað hratt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna