fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Okkar Bakarí úrskurðað gjaldþrota

Auður Ösp
Þriðjudaginn 3. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkahlutafélagið Okkar Bakarí ehf var tekið til gjaldþrotaskipta þann 26. september síðastliðinn. Félagið rekur samnefnt bakarí í Garðabæ. Eigandi og framkvæmdastjóri bakarísins er Jón Heiðar Ríkharðsson. Greint var frá því á vef Eiríks Jónssonar árið 2012 að Jón Heiðar hefði fest kaup á bakarínu og var sérsaklega tekið fram að hann væri eiginmaður Rannveigar Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi.

„Jón Heiðar starfaði áður sem forstöðumaður Svæðisskrifstofu fatlaðra í Reykjavík en vendir nú kvæði sínu í kross og fer í bakkelsið. Ekki það að hann sé bakari heldur er hér um hreinan viðskiptagjörning að ræða, Jón Heiðar kaupir bakaríið og rekur sem hvert annað fyrirtæki með starfslið bakara og aðstoðarfólks,“ kom einnig fram í umræddri frétt.

Skiptafundur verður haldinn þann 19.desember næstkomandi. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms Reykjaness þann 26. september síðastliðinn að búið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta en skiptastjóri búsins er Jón Auðunn Jónsson.

Skorað hefur verið á alla þá, sem telja til skulda eða annarra réttinda á hendur búinu eða eigna í umráðum þess, að lýsa kröfum sínum fyrir skiptastjóra í búinu innan tveggja mánaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1

Skjálfti í Bárðarbungu – Fyrsta mat á stærð skjálftans er 5,1
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna

Segir Jón Pétur Zimsen kasta steinum úr glerhúsi – Blokkaði fyrrum nemanda sinn á Facebook í aðdraganda kosninganna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum

Hafði ekki erindi sem erfiði eftir að mistókst að vinna bug á fýlusvipnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“

Gunnar minnist óhugnanlegrar aðkomu – „Maður getur rétt ímyndað sér tímann sem þau höfðu vakað“